Skoða hvort hægt sé að aflétta hluta rýmingar Sylvía Hall skrifar 20. desember 2020 11:55 Frá Seyðisfirði. Vísir/Egill Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Neyðarstig er enn í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar sem þar féllu síðustu daga. Hættustig er á Eskifirði og verður farið í frekari vettvangskannanir í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir framhaldið ráðast af því hvað vettvangskönnun leiði í ljós. „Það er ekki komin nein niðurstaða endanleg, en það er verið að skoða flöt á því að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Svo þarf að fara í frekari vettvangskannanir varðandi Eskifjörð áður en hægt er að ákveða með það en það er líka verið að skoða það. Það veltur á vettvangskönnun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,Vísir/Vilhelm Hann segir gærdaginn hafa verið vel nýttan og gátu sérfræðingar kannað aðstæður. „Það voru sérfræðingar frá Veðurstofunni að störfum í gær ásamt lögreglumönnum frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem voru með dróna að skoða aðstæður og rýna í hlíðarnar og þau mælitæki sem eru á svæðinu til þess að safna gögnum. Gærdagurinn var vel nýttur.“ Rögnvaldur segir Seyðfirðinga hafa sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður. „Ég hef ekki verið í beinu sambandi við fólk en það sem ég hef heyrt er að fólk tekur þessu af yfirvegun. Það hafa allir skilning á því hvað er í gangi og hafa sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju. Hugur okkar er hjá þeim, fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sín við þessar kringumstæður. Það er mjög erfitt.“ Ekki sé víst hvort fólk geti snúið heim til sín fyrir jól, en það væri óskastaða. „Já vonandi. Það kemur í ljós.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40 Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41 Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Neyðarstig er enn í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar sem þar féllu síðustu daga. Hættustig er á Eskifirði og verður farið í frekari vettvangskannanir í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir framhaldið ráðast af því hvað vettvangskönnun leiði í ljós. „Það er ekki komin nein niðurstaða endanleg, en það er verið að skoða flöt á því að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Svo þarf að fara í frekari vettvangskannanir varðandi Eskifjörð áður en hægt er að ákveða með það en það er líka verið að skoða það. Það veltur á vettvangskönnun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,Vísir/Vilhelm Hann segir gærdaginn hafa verið vel nýttan og gátu sérfræðingar kannað aðstæður. „Það voru sérfræðingar frá Veðurstofunni að störfum í gær ásamt lögreglumönnum frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem voru með dróna að skoða aðstæður og rýna í hlíðarnar og þau mælitæki sem eru á svæðinu til þess að safna gögnum. Gærdagurinn var vel nýttur.“ Rögnvaldur segir Seyðfirðinga hafa sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður. „Ég hef ekki verið í beinu sambandi við fólk en það sem ég hef heyrt er að fólk tekur þessu af yfirvegun. Það hafa allir skilning á því hvað er í gangi og hafa sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju. Hugur okkar er hjá þeim, fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sín við þessar kringumstæður. Það er mjög erfitt.“ Ekki sé víst hvort fólk geti snúið heim til sín fyrir jól, en það væri óskastaða. „Já vonandi. Það kemur í ljós.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40 Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41 Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40
Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41
Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08