Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir lífeyrissjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 20:00 Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðina enda hafi vaxtaumhverfið gjörbreyst frá því núverandi stefna var mótuð. Mikilvægt sé að sjóðirnir gangi í takt við stefnuna í efnahagsmálum hverju sinni. Í tekjubandormi ríkisstjórnarinnar er ríkissjóði gefnar heimildir til erlendrar lántöku upp á 650 milljarða á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þetta sé jákvætt. Almennt sé staðan í fjármálakerfinu góð. Mikið til af lausafé hjá ríkissjóði, lífeyrissjóðum og viðskiptabönkunum. En nú þurfi að fara að huga að fjárfestingum. Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag lýsti seðlabankastjóri almennri ánægju með hvernig til hefði tekist með aðgerðum bankans frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við höfum náð að bregðast við veirunni, höfum náð að stabilisera krónuna, náð að lækka vexti. Við höfum náð að einhverju leyti að örva einkaneyslu. Næsti áfangi er eftir sem er fjárfesting og ný störf og að við getum komið hagkerfinu aftur af stað,” segir Ásgeir. Lífeyrissjóðirnir leika stórt hlutverk í fjármálakerfinu og fjárfestingum með sjóði upp á þúsundir milljarða. Ávöxtunarkrafa þeirra var sett á 3,5 prósenti fyrir um tveimur áratugum þegar vaxtaumhverfið var allt annað. Ásgeir segir mikilvægt að sjóðirnir móti stefnu í anda mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði, í efnahagslífinu almennt og áhrifum á peningastefnuna. „Mér finnst það mjög erfitt að vera með uppgjörskröfu fyrir lífeyrissjóði sem er algerlega ótengd áhættulausum vöxtum eða ríkisvöxtum í landinu. Að uppgjörskrafa þeirra sé algerlega ótengd því vaxtastigi sem er í landinu,” segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn vilji samtal við lífeyrissjóðina sem hingað til hafi gengið vel. Sett verði skýrari viðmið fyrir sjóðina og Seðlabankann og hann fái auknar heimildir til að bregðast við og tryggja stöðugleika í landinu. Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Í tekjubandormi ríkisstjórnarinnar er ríkissjóði gefnar heimildir til erlendrar lántöku upp á 650 milljarða á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þetta sé jákvætt. Almennt sé staðan í fjármálakerfinu góð. Mikið til af lausafé hjá ríkissjóði, lífeyrissjóðum og viðskiptabönkunum. En nú þurfi að fara að huga að fjárfestingum. Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag lýsti seðlabankastjóri almennri ánægju með hvernig til hefði tekist með aðgerðum bankans frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við höfum náð að bregðast við veirunni, höfum náð að stabilisera krónuna, náð að lækka vexti. Við höfum náð að einhverju leyti að örva einkaneyslu. Næsti áfangi er eftir sem er fjárfesting og ný störf og að við getum komið hagkerfinu aftur af stað,” segir Ásgeir. Lífeyrissjóðirnir leika stórt hlutverk í fjármálakerfinu og fjárfestingum með sjóði upp á þúsundir milljarða. Ávöxtunarkrafa þeirra var sett á 3,5 prósenti fyrir um tveimur áratugum þegar vaxtaumhverfið var allt annað. Ásgeir segir mikilvægt að sjóðirnir móti stefnu í anda mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði, í efnahagslífinu almennt og áhrifum á peningastefnuna. „Mér finnst það mjög erfitt að vera með uppgjörskröfu fyrir lífeyrissjóði sem er algerlega ótengd áhættulausum vöxtum eða ríkisvöxtum í landinu. Að uppgjörskrafa þeirra sé algerlega ótengd því vaxtastigi sem er í landinu,” segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn vilji samtal við lífeyrissjóðina sem hingað til hafi gengið vel. Sett verði skýrari viðmið fyrir sjóðina og Seðlabankann og hann fái auknar heimildir til að bregðast við og tryggja stöðugleika í landinu.
Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46