Missir ökuréttindi í níu mánuði og sektaður um tæpar fjórtán milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 14:02 Jack Grealish má ekki keyra Range Rover bifreiðar sínar né önnur ökutæki næstu níu mánuði. Þá þarf hann að borga 14 milljónir íslenskra króna í sekt. James Williamson/Getty Images Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, var í dag dæmdur fyrir tvö umferðalagabrot á árinu. Missir hann ökuréttindi í níu mánuði og þarf að greiða tæplega fjórtán milljónir íslenskra króna í sekt. Fyrra atvikið snýr að atviki undir lok marsmánaðar er Grealish keyrði á kyrrstæða bíla á hvítri Range Rover bifreið sinni. Samkvæmt vitnum var áfengislykt af Grealish, átti hann erfitt með tal og virtist almennt óstöðugur á fótunum. Lögmaður Grealish taldi skóklæðnað leikmannsins hafa verið ástæðuna fyrir öllu saman en hann var í inniskóm er atvikið átti sér stað árla sunnudagsmorgun þann 29. mars síðastliðinn. Grealish hefur borgað það tjón sem hann olli þann dag. Þann 18. október var Grealish svo tekinn fyrir of hraðan akstur og ógnandi tilburði á veginum. Er lögregla náði loks í skottið á honum sagði hinn 25 ára gamli leikmaður að hann væri að verða of seinn á æfingu. Annar af lögreglumönnunum sem stöðvaði Grealish þann daginn segir hann hafa verið kurteisan og rólegan á meðan lögreglan ræddi við hann. Dómari málsins engin sönnunargögn liggja fyrir um hvort Grealish hafi verið ölvaður í fyrra skiptið og þá gat hann ekki staðfest að hann hafi keyrt yfir löglegum hámarkshraða í seinna skiptið. Hann ákvað þó á endanum að Grealish myndi missa ökuréttindi sín í níu mánuði og þyrfti að borga sekt upp á 14 milljónir íslenskra króna eða 82.500 pund. Grealish hefur átt frábært tímabil með Aston Villa og virðist vera kominn í mjúkinn hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. Það er spurning hvort þessi dómur ásamt eilífu skemmtanahaldi Grealish leiði til þess að hann missi sæti sitt þar. The Independent greindi frá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Fyrra atvikið snýr að atviki undir lok marsmánaðar er Grealish keyrði á kyrrstæða bíla á hvítri Range Rover bifreið sinni. Samkvæmt vitnum var áfengislykt af Grealish, átti hann erfitt með tal og virtist almennt óstöðugur á fótunum. Lögmaður Grealish taldi skóklæðnað leikmannsins hafa verið ástæðuna fyrir öllu saman en hann var í inniskóm er atvikið átti sér stað árla sunnudagsmorgun þann 29. mars síðastliðinn. Grealish hefur borgað það tjón sem hann olli þann dag. Þann 18. október var Grealish svo tekinn fyrir of hraðan akstur og ógnandi tilburði á veginum. Er lögregla náði loks í skottið á honum sagði hinn 25 ára gamli leikmaður að hann væri að verða of seinn á æfingu. Annar af lögreglumönnunum sem stöðvaði Grealish þann daginn segir hann hafa verið kurteisan og rólegan á meðan lögreglan ræddi við hann. Dómari málsins engin sönnunargögn liggja fyrir um hvort Grealish hafi verið ölvaður í fyrra skiptið og þá gat hann ekki staðfest að hann hafi keyrt yfir löglegum hámarkshraða í seinna skiptið. Hann ákvað þó á endanum að Grealish myndi missa ökuréttindi sín í níu mánuði og þyrfti að borga sekt upp á 14 milljónir íslenskra króna eða 82.500 pund. Grealish hefur átt frábært tímabil með Aston Villa og virðist vera kominn í mjúkinn hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. Það er spurning hvort þessi dómur ásamt eilífu skemmtanahaldi Grealish leiði til þess að hann missi sæti sitt þar. The Independent greindi frá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira