Sú besta í CrossFit heiminum hefur sett stefnuna á Vetrarólympíuleikana 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 12:00 Tia-Clair Toomey með eiginmanni sínum og þjálfara xxx sem og heimsmeistaranum í karlaflokki, Mathew Fraser. Instagram/@tiaclair1 Tia-Clair Toomey hefur unnið síðustu fjóra heimsmeistaratitla í CrossFit en það er önnur íþrótt sem mun eiga hug hennar á næstu mánuðum. Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira