Rúnar Kárason segir landsliðsferlinum lokið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 14:16 Rúnar Kárason mun ekki leika fleiri landsleiki. Mynd/AFP Skyttan Rúnar Kárason hefur farið mikinn með liði sínu Ribe-Esbjerg í Danmörku undanfarið. Hann segir hins vegar að landsliðsferli sínum sé lokið. Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira