Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 11:15 Ronald Reagan and Mikhail Gorbatjov áttu fund í Reykjavík 1986 líkt og frægt er. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. Douglas mun fara með hlutverk Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Waltz mun leika Mikhail Gorbatsjov, að því er miðillinn Deadline greinir frá. Ekki fylgir sögunni hvort tökur muni fara fram í Reykjavík en það verður forvitnilegt að sjá. Þáttaröðin mun byggja á bókinni Reagan í Reykjavík: 48 klukkustundir sem bundu enda á kalda stríðið, eftir Ken Adelman en Adelman gegndi embætti forstöðumanns vopnaeftirlitsins í Reagan-stjórninni. Adelman flutti fyrirlestur um bókina fyrir nokkrum árum þar sem Vigdís Finnbogadóttir kom meðal annars við sögu. Samkvæmt frétt Deadline hefst vinnsla þáttanna mjög fljótlega. Sjálfir munu Michael Douglas, Christoph Waltz og James Foley, auk Youtchi von Lintel fara með framleiðslu þáttanna. Þáttaröðin er sögð munu fela í sér „dramatíska frásögn af hinum sögulega leiðtogafundi“ Reagan og Gorbatsjov á Íslandi, fund sem fram fór fram yfir „helgi sem markaði vatnaskil í kalda stríðinu,“ líkt og það er orðað í frétt Deadline, þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli yfirmanns afvopnunar- og vopnaeftirlitsmála. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov.Getty „Skipulagður sem stuttur og fremur veigalítill fundur, hugsaður til að skipuleggja framtíðarviðræður, snérist fljótlega upp í umræður um meiriháttar alþjóða- og utanríkismál, meðal annars um stjörnustríðsáætlunina svokölluðu (e. Strategic Defense Initiative) og um möguleikann á gjöreyðingu kjarnorkuvopna,“ segir um leiðtogafundinn í frétt Deadline. „Samningaviðræðurnar lögðu grunninn að merkustu afvopnunarsamningum í sögunni ári síðar. Þetta var helgi sem breytti heiminum og þættirnir bjóða upp á heiðarlega nærmynd af Reagan á einum af sínum bestu augnablikum þar sem hann stóð frami fyrir áskorunum,“ segir ennfremur í fréttinni. Bíó og sjónvarp Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Ronald Reagan Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Douglas mun fara með hlutverk Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Waltz mun leika Mikhail Gorbatsjov, að því er miðillinn Deadline greinir frá. Ekki fylgir sögunni hvort tökur muni fara fram í Reykjavík en það verður forvitnilegt að sjá. Þáttaröðin mun byggja á bókinni Reagan í Reykjavík: 48 klukkustundir sem bundu enda á kalda stríðið, eftir Ken Adelman en Adelman gegndi embætti forstöðumanns vopnaeftirlitsins í Reagan-stjórninni. Adelman flutti fyrirlestur um bókina fyrir nokkrum árum þar sem Vigdís Finnbogadóttir kom meðal annars við sögu. Samkvæmt frétt Deadline hefst vinnsla þáttanna mjög fljótlega. Sjálfir munu Michael Douglas, Christoph Waltz og James Foley, auk Youtchi von Lintel fara með framleiðslu þáttanna. Þáttaröðin er sögð munu fela í sér „dramatíska frásögn af hinum sögulega leiðtogafundi“ Reagan og Gorbatsjov á Íslandi, fund sem fram fór fram yfir „helgi sem markaði vatnaskil í kalda stríðinu,“ líkt og það er orðað í frétt Deadline, þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli yfirmanns afvopnunar- og vopnaeftirlitsmála. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov.Getty „Skipulagður sem stuttur og fremur veigalítill fundur, hugsaður til að skipuleggja framtíðarviðræður, snérist fljótlega upp í umræður um meiriháttar alþjóða- og utanríkismál, meðal annars um stjörnustríðsáætlunina svokölluðu (e. Strategic Defense Initiative) og um möguleikann á gjöreyðingu kjarnorkuvopna,“ segir um leiðtogafundinn í frétt Deadline. „Samningaviðræðurnar lögðu grunninn að merkustu afvopnunarsamningum í sögunni ári síðar. Þetta var helgi sem breytti heiminum og þættirnir bjóða upp á heiðarlega nærmynd af Reagan á einum af sínum bestu augnablikum þar sem hann stóð frami fyrir áskorunum,“ segir ennfremur í fréttinni.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Ronald Reagan Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira