Bíður eftir útsölum til að kaupa gleraugu á dætur sínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2020 09:03 Ása segist ekki skilja hvers vegna ríkið greiðir heyrnartæki að fullu en ekki gleraugu. Bæði séu nauðsynleg barninu til að geta tekið þátt í daglegu lífi og dafnað. „Dætur mínar geta ekki verið án gleraugna, þær verða að vera með þau til að geta lifað eðlilegu lífi.“ Þetta segir Ása Ingiþórsdóttir sem berst nú fyrir því að gleraugu barna verði að fullu niðurgreidd af ríkinu. Hún segir grófa mismunun felast í því að heyrnartæki barna séu niðurgreidd en gleraugu ekki. „Sjón eldri dóttur minnar, sem er fædd 2005, byrjaði að versna í 1. bekk og fyrstu tvö árin þurfti hún að fá ný gler tvisvar á ári. Kostnaðurinn var gríðarlegur. Fyrst þurfti ég að kaupa umgjörðina og svo ný gler og það þurfti að sérpanta þau og pressa,“ segir Ása. Dóttir hennar eldri þarf enn ný gler a.m.k. einu sinni á ári en sjón yngri dótturinnar virðist breytast hægar. Gleraugnakaup eru gríðarlega stór kostnaðarliður fyrir fjölskylduna, þar sem báðir foreldrarnir nota einnig gleraugu. Greiðir 40-60 þúsund krónur fyrir glerin Kostnaður við glerin getur hlaupið á 40-60 þúsund krónum og Ása segist jafnan haga málum þannig að þau séu keypt á haustin, þegar hún getur fengið þau á útsölu. Hún segir afar óréttlátt að gert sé upp á milli barna eftir því hvort þau glíma við sjónskerðingu eða heyrnaskerðingu og telur öll börn eiga rétt á nauðsynlegum hjálpartækjum, óháð efnahag foreldra. „Heyrnartæki barna eru greidd að fullu úr ríkissjóði en sjóngleraugu ekki. Þetta nær engri átt og skýtur skökku við.“ Hún segir bera á því að foreldrar sjái sér ekki annað fært en að versla gleraugu á netinu þar sem það er ódýrara en því fylgi áhætta þar sem í mörgum tilvikum þurfi að gera nákvæmar mælingar til að gleraugun gagnist barninu. Ása Ingiþórsdóttir á tvær dætur sem báðar nota gleraugu og önnur hefur stundum þurft að fá ný gler oftar en einu sinni á ári. „Þetta á ekki að vera svona“ „Þetta er ekki val, þetta er nauðsyn,“ segir Ása og bendir á að barn þurfi gleraugu til að geta tekið þátt í daglegu lífi og sinnt námi og tómstundum. Síðastnefnda er reyndar kapítuli útaf fyrir sig, þar sem sum börn þurfa sérstök gleraugu til að geta stundað íþróttir, t.d. sund. Það er viðbótarkostnaður og þá er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að gleraugu geti orðið fyrir hnjaski þegar þau sitja á litlum og fjörugum nefjum. Sum stéttarfélög taka þátt í gleraugnakostnaði en eðli málsins samkvæmt þurfa foreldrarnir að vera á vinnumarkaði til að eiga þann rétt. „Það eru náttúrulega ekkert allir sem hafa efni á þessu,“ segir Ása um hin tíðu gleraugnakaup. „Þetta á ekki að vera svona. Og af hverju er þessi munur á milli sjónskertra og heyrnaskertra barna?“ Greiðsluþátttakan endurspeglar engan veginn kostnað Um þetta og fleira er rætt í lokuðum hóp á Facebook þar sem foreldrar „gleraugnabarna“ deila upplýsingum og reynslu. Þar hefur myndast umræða um kostnaðarþáttinn og á dögunum tók Ása sig til og sendi erindi á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sem nú hefur lagt fram þingsályktunartillögu um samræmingu þeirra regla sem gilda um niðurgreiðslu eða greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á gleraugum og heyrnartækjum fyrir börn. Í greinargerð með tillögunni kemur fram það sem Ása og fleiri hafa upplifað; greiðsluþátttakan í gleraugnakaupunum er í engum takti við raunverulegan kostnað. „Öll börn fram að 18 ára aldri eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum. Börn þriggja ára og yngri eiga rétt á endurgreiðslum tvisvar á ári, börn 4–8 ára eiga rétt á endurgreiðslum árlega og börn 9–17 ára eiga rétt á endurgreiðslum annað hvert ár. Upphæð endurgreiðslu miðast við styrk glerja og er frá 3.500 kr. á gler til 7.500 kr. á gler. Ef um er að ræða sterk sjónskekkjugler er viðbótargreiðsla eftir styrkleika frá 500 kr. til 1.500 kr. á gler,“ segir í greinargerðinni. Var til skoðunar í barnamálaráðuneytinu í fyrra Ofangreindar upphæðir hafa staðið óbreyttar í a.m.k. 15 ár en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í samtali í fyrra að málið væri til skoðunar í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ sagði hann. Heilbrigðismál Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Sjón eldri dóttur minnar, sem er fædd 2005, byrjaði að versna í 1. bekk og fyrstu tvö árin þurfti hún að fá ný gler tvisvar á ári. Kostnaðurinn var gríðarlegur. Fyrst þurfti ég að kaupa umgjörðina og svo ný gler og það þurfti að sérpanta þau og pressa,“ segir Ása. Dóttir hennar eldri þarf enn ný gler a.m.k. einu sinni á ári en sjón yngri dótturinnar virðist breytast hægar. Gleraugnakaup eru gríðarlega stór kostnaðarliður fyrir fjölskylduna, þar sem báðir foreldrarnir nota einnig gleraugu. Greiðir 40-60 þúsund krónur fyrir glerin Kostnaður við glerin getur hlaupið á 40-60 þúsund krónum og Ása segist jafnan haga málum þannig að þau séu keypt á haustin, þegar hún getur fengið þau á útsölu. Hún segir afar óréttlátt að gert sé upp á milli barna eftir því hvort þau glíma við sjónskerðingu eða heyrnaskerðingu og telur öll börn eiga rétt á nauðsynlegum hjálpartækjum, óháð efnahag foreldra. „Heyrnartæki barna eru greidd að fullu úr ríkissjóði en sjóngleraugu ekki. Þetta nær engri átt og skýtur skökku við.“ Hún segir bera á því að foreldrar sjái sér ekki annað fært en að versla gleraugu á netinu þar sem það er ódýrara en því fylgi áhætta þar sem í mörgum tilvikum þurfi að gera nákvæmar mælingar til að gleraugun gagnist barninu. Ása Ingiþórsdóttir á tvær dætur sem báðar nota gleraugu og önnur hefur stundum þurft að fá ný gler oftar en einu sinni á ári. „Þetta á ekki að vera svona“ „Þetta er ekki val, þetta er nauðsyn,“ segir Ása og bendir á að barn þurfi gleraugu til að geta tekið þátt í daglegu lífi og sinnt námi og tómstundum. Síðastnefnda er reyndar kapítuli útaf fyrir sig, þar sem sum börn þurfa sérstök gleraugu til að geta stundað íþróttir, t.d. sund. Það er viðbótarkostnaður og þá er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að gleraugu geti orðið fyrir hnjaski þegar þau sitja á litlum og fjörugum nefjum. Sum stéttarfélög taka þátt í gleraugnakostnaði en eðli málsins samkvæmt þurfa foreldrarnir að vera á vinnumarkaði til að eiga þann rétt. „Það eru náttúrulega ekkert allir sem hafa efni á þessu,“ segir Ása um hin tíðu gleraugnakaup. „Þetta á ekki að vera svona. Og af hverju er þessi munur á milli sjónskertra og heyrnaskertra barna?“ Greiðsluþátttakan endurspeglar engan veginn kostnað Um þetta og fleira er rætt í lokuðum hóp á Facebook þar sem foreldrar „gleraugnabarna“ deila upplýsingum og reynslu. Þar hefur myndast umræða um kostnaðarþáttinn og á dögunum tók Ása sig til og sendi erindi á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sem nú hefur lagt fram þingsályktunartillögu um samræmingu þeirra regla sem gilda um niðurgreiðslu eða greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á gleraugum og heyrnartækjum fyrir börn. Í greinargerð með tillögunni kemur fram það sem Ása og fleiri hafa upplifað; greiðsluþátttakan í gleraugnakaupunum er í engum takti við raunverulegan kostnað. „Öll börn fram að 18 ára aldri eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum. Börn þriggja ára og yngri eiga rétt á endurgreiðslum tvisvar á ári, börn 4–8 ára eiga rétt á endurgreiðslum árlega og börn 9–17 ára eiga rétt á endurgreiðslum annað hvert ár. Upphæð endurgreiðslu miðast við styrk glerja og er frá 3.500 kr. á gler til 7.500 kr. á gler. Ef um er að ræða sterk sjónskekkjugler er viðbótargreiðsla eftir styrkleika frá 500 kr. til 1.500 kr. á gler,“ segir í greinargerðinni. Var til skoðunar í barnamálaráðuneytinu í fyrra Ofangreindar upphæðir hafa staðið óbreyttar í a.m.k. 15 ár en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í samtali í fyrra að málið væri til skoðunar í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ sagði hann.
Heilbrigðismál Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira