Reglurnar „mjög einkennilegar“ í ljósi fermetranna 22.500 Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. desember 2020 22:06 Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á lagernum í dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef ekki verði slakað á fjöldatakmörkunum á fimmtudag, þannig að unnt verði að opna verslunina á ný, sé jólasalan ónýt. Hann segir núverandi reglur, sem gera aðeins ráð fyrir tíu viðskiptavinum í gríðarstórri versluninni í einu, einkennilegar. Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið lokuð síðan 31. október. Stefán Rúnar Dagsson framkvæmdastjóri IKEA segir að þó að sala fyrirtækisins á netinu hafi verið góð síðustu vikur sé það ekkert í líkingu við það sem gerist dagsdaglega í versluninni sjálfri í venjulegu árferði. „Jólasalan hefur verið ágæt en gæti verið mun betri. Við erum að ná sirka 70 prósent af því sem við töldum okkur geta náð. Álagið er mikið, bæði á starfsfólk og alla verkferla innanhúss,“ segir Stefán. Verslunin er nú undirlögð af pöntunum sem viðskiptavinir sækja.Vísir/Sigurjón Draumurinn að fá 50 manns í hvert hólf Verslunarrekendur hafa margir gagnrýnt stefnu sóttvarnaayfirvalda um að gera ekki betur ráð fyrir stærð verslunarrýma við ákvörðun fjöldatakmarkana inni í þeim. Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að það væri ósanngjarnt að geta bara tekið á móti tíu manns í 3000 fermetra húsnæði. Stefán er á sama máli. „Draumurinn væri að fá 50 manns í hvert hólf. Þá gætum við opnað og getum auðveldlega ráðið við það. Við erum með 22.500 fermetra húsnæði og 10 manns inni í þannig húsnæði dugar engan veginn, þannig að við töldum betra að fara inn í netverslunina,“ segir Stefán. Unnið er á þrískiptum vöktum, allan sólarhringinn, í IKEA þessa dagana.Vísir/Sigurjón Þannig að ykkur finnst að þið ættuð að mega hafa opið miðað við að verslunin er þetta stór? „Já, þessar reglur eru náttúrulega mjög einkennilegar hvað það varðar. Að stærð verslunarinnar sé ekki tekin með inni í myndina. Að það megi vera jafnmargir hér inni og í 10, 15 fermetra fyrirtæki. Okkur finnst það ekki eðlilegt.“ Fyrirvarinn stuttur Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á fimmtudag. Ekki er ljóst hvort slakað verði á samkomutakmörkunum en Stefán segir að ef svo verði ekki sé jólasalan í IKEA ónýt. „Þá sitjum við uppi með mjög mikið af jólavöru og við eigum mjög mikið af jólavöru eftir, þar sem þetta eru kaup sem þú gerir á staðnum og vilt skoða hvað þú ætlar að skreyta tréð með eða hvaða gjafapappír þú vilt. En þá er þetta bara búið, með jólin.“ Þá bendir Stefán á að oftast hafi breyttar aðgerðir verið kynntar með mjög skömmum fyrirvara. Hann bendir á vöruhauginn fyrir aftan sig, sem starfsfólk er í óða önn við að afgreiða út í bíla sem bíða í langri röð fyrir utan. „Og þú getur ímyndað þér að fara úr þessu yfir í að opna búðina, kannski með 24 tímum, það er mikið sem þarf að gera til að koma versluninni í samt lag.“ Það er alla jafna mikið að gera í IKEA í desember.Vísir/Sigurjón Unnið allan sólarhringinn IKEA hefur ekki sagt neinum upp vegna kórónuveirunnar síðan faraldurinn hófst en Stefán segir að þegar hafði orðið mikið tjón hjá fyrirtækinu vegna samkomutakmarkana. Starfsfólk hafi þó staðið sig frábærlega og lyft grettistaki í sóttvörnum og endurskipulagningu á verkferlum. „Við erum með þrjár vaktir. Við erum með fólk hér í húsi allan sólarhringinn við að tína saman pantanir og ganga frá og annað.“ Allt verði þó lagt í sölurnar til að opna verslunina aftur á fimmtudag ef heimild fæst til þess í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. „Við munum gera allt sem við getum til þess. Og jú, við munum gera það. Þá þarf bara að vinna lengur frameftir til að láta það gerast,“ segir Stefán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi IKEA Verslun Tengdar fréttir IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. 7. desember 2020 13:19 IKEA lokar vegna hertra aðgerða Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur. 30. október 2020 17:30 IKEA-geitin komin á sinn stað og ljósin brátt tendruð IKEA-geitinni var komið á sinn stað fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær. Til stendur að tendra á ljósunum síðdegis í dag eða þá á morgun. 14. október 2020 13:02 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið lokuð síðan 31. október. Stefán Rúnar Dagsson framkvæmdastjóri IKEA segir að þó að sala fyrirtækisins á netinu hafi verið góð síðustu vikur sé það ekkert í líkingu við það sem gerist dagsdaglega í versluninni sjálfri í venjulegu árferði. „Jólasalan hefur verið ágæt en gæti verið mun betri. Við erum að ná sirka 70 prósent af því sem við töldum okkur geta náð. Álagið er mikið, bæði á starfsfólk og alla verkferla innanhúss,“ segir Stefán. Verslunin er nú undirlögð af pöntunum sem viðskiptavinir sækja.Vísir/Sigurjón Draumurinn að fá 50 manns í hvert hólf Verslunarrekendur hafa margir gagnrýnt stefnu sóttvarnaayfirvalda um að gera ekki betur ráð fyrir stærð verslunarrýma við ákvörðun fjöldatakmarkana inni í þeim. Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að það væri ósanngjarnt að geta bara tekið á móti tíu manns í 3000 fermetra húsnæði. Stefán er á sama máli. „Draumurinn væri að fá 50 manns í hvert hólf. Þá gætum við opnað og getum auðveldlega ráðið við það. Við erum með 22.500 fermetra húsnæði og 10 manns inni í þannig húsnæði dugar engan veginn, þannig að við töldum betra að fara inn í netverslunina,“ segir Stefán. Unnið er á þrískiptum vöktum, allan sólarhringinn, í IKEA þessa dagana.Vísir/Sigurjón Þannig að ykkur finnst að þið ættuð að mega hafa opið miðað við að verslunin er þetta stór? „Já, þessar reglur eru náttúrulega mjög einkennilegar hvað það varðar. Að stærð verslunarinnar sé ekki tekin með inni í myndina. Að það megi vera jafnmargir hér inni og í 10, 15 fermetra fyrirtæki. Okkur finnst það ekki eðlilegt.“ Fyrirvarinn stuttur Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á fimmtudag. Ekki er ljóst hvort slakað verði á samkomutakmörkunum en Stefán segir að ef svo verði ekki sé jólasalan í IKEA ónýt. „Þá sitjum við uppi með mjög mikið af jólavöru og við eigum mjög mikið af jólavöru eftir, þar sem þetta eru kaup sem þú gerir á staðnum og vilt skoða hvað þú ætlar að skreyta tréð með eða hvaða gjafapappír þú vilt. En þá er þetta bara búið, með jólin.“ Þá bendir Stefán á að oftast hafi breyttar aðgerðir verið kynntar með mjög skömmum fyrirvara. Hann bendir á vöruhauginn fyrir aftan sig, sem starfsfólk er í óða önn við að afgreiða út í bíla sem bíða í langri röð fyrir utan. „Og þú getur ímyndað þér að fara úr þessu yfir í að opna búðina, kannski með 24 tímum, það er mikið sem þarf að gera til að koma versluninni í samt lag.“ Það er alla jafna mikið að gera í IKEA í desember.Vísir/Sigurjón Unnið allan sólarhringinn IKEA hefur ekki sagt neinum upp vegna kórónuveirunnar síðan faraldurinn hófst en Stefán segir að þegar hafði orðið mikið tjón hjá fyrirtækinu vegna samkomutakmarkana. Starfsfólk hafi þó staðið sig frábærlega og lyft grettistaki í sóttvörnum og endurskipulagningu á verkferlum. „Við erum með þrjár vaktir. Við erum með fólk hér í húsi allan sólarhringinn við að tína saman pantanir og ganga frá og annað.“ Allt verði þó lagt í sölurnar til að opna verslunina aftur á fimmtudag ef heimild fæst til þess í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. „Við munum gera allt sem við getum til þess. Og jú, við munum gera það. Þá þarf bara að vinna lengur frameftir til að láta það gerast,“ segir Stefán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi IKEA Verslun Tengdar fréttir IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. 7. desember 2020 13:19 IKEA lokar vegna hertra aðgerða Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur. 30. október 2020 17:30 IKEA-geitin komin á sinn stað og ljósin brátt tendruð IKEA-geitinni var komið á sinn stað fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær. Til stendur að tendra á ljósunum síðdegis í dag eða þá á morgun. 14. október 2020 13:02 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. 7. desember 2020 13:19
IKEA lokar vegna hertra aðgerða Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur. 30. október 2020 17:30
IKEA-geitin komin á sinn stað og ljósin brátt tendruð IKEA-geitinni var komið á sinn stað fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær. Til stendur að tendra á ljósunum síðdegis í dag eða þá á morgun. 14. október 2020 13:02