IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2020 13:19 Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951. IKEA Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems. Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra. Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili. Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum. Einungis á rafrænu formi Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða. Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var. Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum. IKEA Tímamót Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems. Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra. Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili. Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum. Einungis á rafrænu formi Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða. Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var. Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum.
IKEA Tímamót Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira