Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 13:05 Bakvörðurinn stóð vaktina á Bergi í Bolungarvík þar til athugasemdir voru gerðar við veru hennar þar. Vísir/Samúel Karl Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum lauk í maí og hefur málið síðan verið á borði héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Greint var frá því 10. apríl að kona úr bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefði verið handtekin. Sú hafði starfað í nokkra daga á hjúkrunarheimilinu en hún hafði skráð sig í bakvarðasveit sem sjúkraliði. Gylfi Ólafsson, forstjóri HVE, sagði að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu um leið og það kom upp. Málið kom upp á viðkvæmum tíma enda hafði verið óskað eftir bakvörðum til starfa í Bolungarvík eftir að hópsýking kom upp á Bergi. Töldu gögnin fölsuð „Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ er haft eftir Gylfa í tilkynningu. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði og var tekið úr henni sýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Allir úr bakvarðasveitinni fóru sömuleiðis í sýnatöku en enginn greindist smitaður af Covid-19. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður konunnar, sagði hana á öllum stigum skráningar í bakvarðasveitina hafa upplýst yfirboðara um menntun og reynslu. Hún hefði starfað við umönnun í áraraðir og sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Á eftir að ræða við bakvörðinn Konan hefði reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ sagði Jón Bjarni. Hann vænti þess að lögreglurannsókn myndi hreinsa hana af ávirðingunum. Jón Bjarni segist í samtali við Vísi eiga eftir að ná tali af skjólstæðingi sínum en veiti mögulega viðbrögð síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum lauk í maí og hefur málið síðan verið á borði héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Greint var frá því 10. apríl að kona úr bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefði verið handtekin. Sú hafði starfað í nokkra daga á hjúkrunarheimilinu en hún hafði skráð sig í bakvarðasveit sem sjúkraliði. Gylfi Ólafsson, forstjóri HVE, sagði að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu um leið og það kom upp. Málið kom upp á viðkvæmum tíma enda hafði verið óskað eftir bakvörðum til starfa í Bolungarvík eftir að hópsýking kom upp á Bergi. Töldu gögnin fölsuð „Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ er haft eftir Gylfa í tilkynningu. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði og var tekið úr henni sýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Allir úr bakvarðasveitinni fóru sömuleiðis í sýnatöku en enginn greindist smitaður af Covid-19. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður konunnar, sagði hana á öllum stigum skráningar í bakvarðasveitina hafa upplýst yfirboðara um menntun og reynslu. Hún hefði starfað við umönnun í áraraðir og sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Á eftir að ræða við bakvörðinn Konan hefði reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ sagði Jón Bjarni. Hann vænti þess að lögreglurannsókn myndi hreinsa hana af ávirðingunum. Jón Bjarni segist í samtali við Vísi eiga eftir að ná tali af skjólstæðingi sínum en veiti mögulega viðbrögð síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30
„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30