Vill sjá forystu ÍSÍ meira áberandi út á við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2020 12:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vill sjá forsvarsmenn ÍSÍ láta meira til sín taka í umræðunni. vísir/vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir ÍSÍ vinna gott starf en neitar því ekki að myndi vilja sjá fulltrúa sambandsins meira áberandi út á við. Fundið hefur verið að því að forráðamenn ÍSÍ hafi ekki látið nógu mikið til sín taka, allavega út á við, síðustu mánuði vegna hamlana á íþróttastarfi vegna kórónuveirunnar. Hannes tekur að vissu leyti undir þessa gagnrýni. „ÍSÍ er að gera marga góða hluti sem margir sjá ekki. Alveg eins og félögin gagnrýna oft KKÍ og sérsamböndin fyrir eitthvað sem þau sjá ekki. ÍSÍ vinnur mjög góða vinnu inn á við og í baráttunni við yfirvöld. Þau leggja öll sín lóð á vogarskálarnar, forysta og starfsfólk ÍSÍ er að vinna frábæra vinnu,“ sagði Hannes í samtali við Vísi. „Ég vil samt sjá ÍSÍ meira út á við sem okkar málsvara. Forráðamenn sérsambandanna eiga ekki bara að þurfa að ræða þessi mál. Ég vil sjá forsvarsmenn ÍSÍ taka enn frekar undir okkar áhyggjur. ÍSÍ á ekki að vera málsvari stjórnvalda. Þau geta talað fyrir sig sjálf. ÍSÍ á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar og berjast með okkur af öllum þeim krafti sem þarf fyrir íþróttir í landinu. Ég veit að þau eru að gera þetta en því miður vinna sem sést ekki nóg. En ég vil fá þau enn sterkari út á við og enn sterkari rödd út á við frá ÍSÍ í þessa baráttu.“ Íslenskt íþróttafólk hefur ekki æfa eða keppa í tvo mánuði og Hannes hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á iðkendur. „Ég hef það og það hefur sýnt sig í óformlegum könnunum sem og í spjalli sem ég hef átt við forráðamenn félaganna og þjálfara. Ég er líka svo heppinn að hafa getað spjallað við nokkra leikmenn. Ég finn að þetta hefur mjög mikil áhrif, bæði líkamlega og andlega. Nú er nógu mikið búið að tala um andlega heilsu okkar út á við að hálfu landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af henni og það hjálpar ekki til þegar fólkið okkar má ekki stunda sínar afreksíþróttir,“ sagði Hannes sem hefur áhyggjur af því að íslenskt afreksíþróttafólk geti dregist aftur úr vegna langvarandi takmarkana á íþróttastarfi. „Afreksíþróttafólkið okkar þarf að vinna með bæði andlega og líkamlega næstu mánuði og hugsanlega næstu árin í kjölfarið af þessu. Því afreksíþróttafólkið okkar sem er í samkeppni við annað afreksíþróttafólk úti í heim. Það fær áfram að æfa og getur bætt sig á meðan við förum hratt niður á við. Það er mjög vont.“ Klippa: Formaður KKÍ um forystu ÍSÍ Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Fundið hefur verið að því að forráðamenn ÍSÍ hafi ekki látið nógu mikið til sín taka, allavega út á við, síðustu mánuði vegna hamlana á íþróttastarfi vegna kórónuveirunnar. Hannes tekur að vissu leyti undir þessa gagnrýni. „ÍSÍ er að gera marga góða hluti sem margir sjá ekki. Alveg eins og félögin gagnrýna oft KKÍ og sérsamböndin fyrir eitthvað sem þau sjá ekki. ÍSÍ vinnur mjög góða vinnu inn á við og í baráttunni við yfirvöld. Þau leggja öll sín lóð á vogarskálarnar, forysta og starfsfólk ÍSÍ er að vinna frábæra vinnu,“ sagði Hannes í samtali við Vísi. „Ég vil samt sjá ÍSÍ meira út á við sem okkar málsvara. Forráðamenn sérsambandanna eiga ekki bara að þurfa að ræða þessi mál. Ég vil sjá forsvarsmenn ÍSÍ taka enn frekar undir okkar áhyggjur. ÍSÍ á ekki að vera málsvari stjórnvalda. Þau geta talað fyrir sig sjálf. ÍSÍ á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar og berjast með okkur af öllum þeim krafti sem þarf fyrir íþróttir í landinu. Ég veit að þau eru að gera þetta en því miður vinna sem sést ekki nóg. En ég vil fá þau enn sterkari út á við og enn sterkari rödd út á við frá ÍSÍ í þessa baráttu.“ Íslenskt íþróttafólk hefur ekki æfa eða keppa í tvo mánuði og Hannes hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á iðkendur. „Ég hef það og það hefur sýnt sig í óformlegum könnunum sem og í spjalli sem ég hef átt við forráðamenn félaganna og þjálfara. Ég er líka svo heppinn að hafa getað spjallað við nokkra leikmenn. Ég finn að þetta hefur mjög mikil áhrif, bæði líkamlega og andlega. Nú er nógu mikið búið að tala um andlega heilsu okkar út á við að hálfu landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af henni og það hjálpar ekki til þegar fólkið okkar má ekki stunda sínar afreksíþróttir,“ sagði Hannes sem hefur áhyggjur af því að íslenskt afreksíþróttafólk geti dregist aftur úr vegna langvarandi takmarkana á íþróttastarfi. „Afreksíþróttafólkið okkar þarf að vinna með bæði andlega og líkamlega næstu mánuði og hugsanlega næstu árin í kjölfarið af þessu. Því afreksíþróttafólkið okkar sem er í samkeppni við annað afreksíþróttafólk úti í heim. Það fær áfram að æfa og getur bætt sig á meðan við förum hratt niður á við. Það er mjög vont.“ Klippa: Formaður KKÍ um forystu ÍSÍ
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins