Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2020 11:30 Albert Eiríksson er með kartöflurnar á hreinu fyrir jólin. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í fyrsta þættinum fer matgæðingurinn Albert Eiríksson ítarlega yfir það hvernig matreiða skal fullkomnar sykurbrúnaðar kartöflur. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Hér að neðan má sjá uppskriftina sjálfa en allir þættirnir 12 eru nú þegar komnir inn á Stöð 2 Maraþon. Sykurbrúnaðar kartöflur 1 kg soðnar kartöflur (ekki forsoðnar, þær eru of vatnsmiklar) 2/3 b sykur 1/3 b púðursykur 2 msk smjör 1/2 tsk salt 1 dl rjómi, sterkt kaffi eða vatn. Flysjið kartöflurnar, best er að sjóða þær og flysja rétt áður en þær eru brúnaðar í sykrinum. Setjið sykur, púðursykur, smjör og salt á pönnu. Brúnið sykurinn og hellið rjómanum (eða kaffinu) út á þegar sykurinn er orðinn fallega brúnn, passið að hann brenni ekki. Hrærið stöðugt í en varlega. Hrærið í þangað til sykurinn hefur samlagast vökvanum, slökkvið undir og látið kartöflurnar varlega saman við (ekki láta kartöflurnar of snemma út í). Veltið þeim í sykurleginum í nokkrar mínútur. Jól Uppskriftir Lífið er ljúffengt Jólamatur Tengdar fréttir Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. 24. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í fyrsta þættinum fer matgæðingurinn Albert Eiríksson ítarlega yfir það hvernig matreiða skal fullkomnar sykurbrúnaðar kartöflur. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Hér að neðan má sjá uppskriftina sjálfa en allir þættirnir 12 eru nú þegar komnir inn á Stöð 2 Maraþon. Sykurbrúnaðar kartöflur 1 kg soðnar kartöflur (ekki forsoðnar, þær eru of vatnsmiklar) 2/3 b sykur 1/3 b púðursykur 2 msk smjör 1/2 tsk salt 1 dl rjómi, sterkt kaffi eða vatn. Flysjið kartöflurnar, best er að sjóða þær og flysja rétt áður en þær eru brúnaðar í sykrinum. Setjið sykur, púðursykur, smjör og salt á pönnu. Brúnið sykurinn og hellið rjómanum (eða kaffinu) út á þegar sykurinn er orðinn fallega brúnn, passið að hann brenni ekki. Hrærið stöðugt í en varlega. Hrærið í þangað til sykurinn hefur samlagast vökvanum, slökkvið undir og látið kartöflurnar varlega saman við (ekki láta kartöflurnar of snemma út í). Veltið þeim í sykurleginum í nokkrar mínútur.
Jól Uppskriftir Lífið er ljúffengt Jólamatur Tengdar fréttir Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. 24. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. 24. nóvember 2020 14:31