Frá Íslandsmeistaraliði 2015 í frelsissviptingu í Amsterdam 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 11:05 Sigurður Gísli Snorrason í leik með Þrótti í Vogum í sumar. facebook-síða þróttar í vogum Fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Snorrason segist hafa verið neyddur til að ræna apótek í Amsterdam fyrr á þessu ári. Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira