Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 19:21 Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgun og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki. Hluti flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem sjá um viðhald á þyrluflota hennar fóru í verkfall hinn 5. nóvember sem stendur enn. Ekki náðist árangur á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni á fundi sínum í morgun. Landhelgisgæslan er með tvær þyrlur í notkun. Önnur þeirra bíður eftir margra vikna reglubundinni skoðun og hin á að fara í skoðun á miðnætti annað kvöld sem tæki að lágmarki tvo daga. Ef á að setja lög er þá ekki ljóst að það yrði að gera mjög fljótlega? Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi sínum í dag.Vísir/Vilhelm „Jú, það er auðvitað forgangsverkefni okkar að tryggja öryggi almennings. Við þurfum að leita allra leiða til þess í þessari alvarlegu stöðu sem er komin upp," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Það sé hins vegar ljóst að þyrlan þurfi hvað sem öðru líður að fara í að minnsta kosti tveggja daga skoðun. Allir möguleikar í stöðunni væru skoðaðir en best yrði að samningar næðust. Þá velti ráðherra fyrir sé verkfallsrétti flugvirkjanna. „Ef maður les lögin frá 2006 þar sem aðrir sem starfa hjá Gæslunni eru ekki með sama rétt vegna þess að það á ekki að vera hægt að stöðva björgunar- og löggæsluþjónustu. Þetta mikilvæga öryggishlutverk sem Landhelgisgæslan hefur. Þannig að þetta er kannski svolítið ósamræmanlegt því," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra veltir fyrir sér hvort verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar stenst lög sem banni hindrun björgunar- og löggæslustarfa.Vísir/Vilhelm Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sjúkraflutningamenn, jarðvísindamenn og fleiri hafa lýst alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar. Þá dregur mjög úr öryggi sjófarenda ef þyrlurnar eru ekki til taks. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgun og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki. Hluti flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem sjá um viðhald á þyrluflota hennar fóru í verkfall hinn 5. nóvember sem stendur enn. Ekki náðist árangur á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni á fundi sínum í morgun. Landhelgisgæslan er með tvær þyrlur í notkun. Önnur þeirra bíður eftir margra vikna reglubundinni skoðun og hin á að fara í skoðun á miðnætti annað kvöld sem tæki að lágmarki tvo daga. Ef á að setja lög er þá ekki ljóst að það yrði að gera mjög fljótlega? Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi sínum í dag.Vísir/Vilhelm „Jú, það er auðvitað forgangsverkefni okkar að tryggja öryggi almennings. Við þurfum að leita allra leiða til þess í þessari alvarlegu stöðu sem er komin upp," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Það sé hins vegar ljóst að þyrlan þurfi hvað sem öðru líður að fara í að minnsta kosti tveggja daga skoðun. Allir möguleikar í stöðunni væru skoðaðir en best yrði að samningar næðust. Þá velti ráðherra fyrir sé verkfallsrétti flugvirkjanna. „Ef maður les lögin frá 2006 þar sem aðrir sem starfa hjá Gæslunni eru ekki með sama rétt vegna þess að það á ekki að vera hægt að stöðva björgunar- og löggæsluþjónustu. Þetta mikilvæga öryggishlutverk sem Landhelgisgæslan hefur. Þannig að þetta er kannski svolítið ósamræmanlegt því," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra veltir fyrir sér hvort verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar stenst lög sem banni hindrun björgunar- og löggæslustarfa.Vísir/Vilhelm Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sjúkraflutningamenn, jarðvísindamenn og fleiri hafa lýst alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar. Þá dregur mjög úr öryggi sjófarenda ef þyrlurnar eru ekki til taks.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41