Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 14:31 Spennandi þáttaröð framundan fyrir hátíðarnar. Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. Allt frá almennum jólamat, hangikjöti, uppstúf, hamborgarhrygg, gljáa og fleira yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, ketó jól, hnetusteik og annað. Áherslan í þáttunum verður sett á stóru smáatriðin sem fullkomna réttinn. Sex einstaklingar elda tvo rétti hver. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum. Hér að neðan má sjá kynningu á þeim sex aðilum sem koma við sögu í þáttunum. Hanna Þóra - „Ég er matarbloggari sem sérhæfi mig í ketóvænum uppskriftum sem henta öllum. Allir geta sleppt sykrinum og njotið um leið. Mitt mottó í lífinu er að borða aldrei vondan mat og ég stend við það á hverjum degi og elska að deila girnilegum uppskriftum með öðrum.“ Hanna er tveggja barna móðir í Hafnarfirðinum. Berglind Hreiðars - „Ég hef brasað í eldhúsinu, bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Þegar góður matur, gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum.“ Berglind hefur verið í eldhúsinu síðan hún man eftir sér. Albert Eiríksson - „Það er nú bara þannig að líf mitt snýst meira og minna um mat, ef ég er ekki að elda mat eða borða mat þá er ég að hugsa um mat nú eða þá halda veislur. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég stússast í mat. Að loknu námi í Hótel og veitingaskóla Íslands starfaði ég sem matreiðslumaður í nokkur ár.“ Albert starfaði sem matreiðslumaður í nokkur ár. Anna Björk - „Hvernig væri að láta gamlan draum rætast, og fara að sinna gamalli ástríðu sem hefur alltaf verið með mér á fullorðinsárunum, mat og öllu sem honum viðkemur, auðvitað...“ Gamall draumur að rætast hjá Önnu. Veganistur, Júlía - „Við erum systurnar Helga María og Júlía Sif. Við rekum veganistur.is og erum höfundar matreiðslubókarinnar Úr eldhúsinu okkar. Við höfum mikla ástríðu fyrir matargerð og bakstri og viljum sýna öllum hvað það er einfalt og gott að elda og borða vegan mat. Hér á blogginu og í bókinni finnurðu því gómsætar uppskriftir af hversdagsmat, hátíðarmat, kökum og öðrum kræsingum.“ Júlía sér um veganmatinn. Andrés Bertelsen - „Tilraunakokkur, súpur og sósur í sérstöku uppáhaldi. Sósur eiga að vera þannig að þú viljir drekka þær. Hef haft áhuga á mat síðan ég þurfti að fara sem kokkur á sjó. Markmið að elda betur en mamma.“ Andrés er sósusérfræðingur. Matur Jól Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. Allt frá almennum jólamat, hangikjöti, uppstúf, hamborgarhrygg, gljáa og fleira yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, ketó jól, hnetusteik og annað. Áherslan í þáttunum verður sett á stóru smáatriðin sem fullkomna réttinn. Sex einstaklingar elda tvo rétti hver. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum. Hér að neðan má sjá kynningu á þeim sex aðilum sem koma við sögu í þáttunum. Hanna Þóra - „Ég er matarbloggari sem sérhæfi mig í ketóvænum uppskriftum sem henta öllum. Allir geta sleppt sykrinum og njotið um leið. Mitt mottó í lífinu er að borða aldrei vondan mat og ég stend við það á hverjum degi og elska að deila girnilegum uppskriftum með öðrum.“ Hanna er tveggja barna móðir í Hafnarfirðinum. Berglind Hreiðars - „Ég hef brasað í eldhúsinu, bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Þegar góður matur, gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum.“ Berglind hefur verið í eldhúsinu síðan hún man eftir sér. Albert Eiríksson - „Það er nú bara þannig að líf mitt snýst meira og minna um mat, ef ég er ekki að elda mat eða borða mat þá er ég að hugsa um mat nú eða þá halda veislur. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég stússast í mat. Að loknu námi í Hótel og veitingaskóla Íslands starfaði ég sem matreiðslumaður í nokkur ár.“ Albert starfaði sem matreiðslumaður í nokkur ár. Anna Björk - „Hvernig væri að láta gamlan draum rætast, og fara að sinna gamalli ástríðu sem hefur alltaf verið með mér á fullorðinsárunum, mat og öllu sem honum viðkemur, auðvitað...“ Gamall draumur að rætast hjá Önnu. Veganistur, Júlía - „Við erum systurnar Helga María og Júlía Sif. Við rekum veganistur.is og erum höfundar matreiðslubókarinnar Úr eldhúsinu okkar. Við höfum mikla ástríðu fyrir matargerð og bakstri og viljum sýna öllum hvað það er einfalt og gott að elda og borða vegan mat. Hér á blogginu og í bókinni finnurðu því gómsætar uppskriftir af hversdagsmat, hátíðarmat, kökum og öðrum kræsingum.“ Júlía sér um veganmatinn. Andrés Bertelsen - „Tilraunakokkur, súpur og sósur í sérstöku uppáhaldi. Sósur eiga að vera þannig að þú viljir drekka þær. Hef haft áhuga á mat síðan ég þurfti að fara sem kokkur á sjó. Markmið að elda betur en mamma.“ Andrés er sósusérfræðingur.
Matur Jól Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira