Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2020 16:20 Bjartmar Leósson. Honum sárnaði þetta símtal sem hann fékk frá lögreglumanni nú fyrr í dag. En þar var hann beðinn um að hætta þessu hjólarugli, hvíla það fram á næsta sumar. Kæla þetta aðeins. visir Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði. Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði.
Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira