Gíbraltar og Færeyjar ofar en Ísland á forgangslistanum Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 11:01 Kári Árnason vonsvikinn eftir að hafa skallað rétt framhjá í síðasta leik Íslands í Þjóðadeildinni i ár, gegn Englandi. Getty/Carl Recine Eins dýrmæt og staða Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar reyndist liðinu í baráttunni um að komast á EM þá hjálpar Þjóðadeildin liðinu ekkert í baráttunni um að komast á HM. Lokastaða í Þjóðadeildinni réði því hvaða lið fóru í umspil um fjögur síðustu sætin á EM, umspilið sem Ísland lék í gegn Rúmeníu og svo Ungverjalandi á dögunum. Staðan í Þjóðadeildinni mun einnig hafa áhrif á umspil fyrir HM í Katar, en þó önnur og mun minni. Aðeins tvö lið komast nefnilega í HM-umspilið í gegnum Þjóðadeildina, og þau verða valin með öðrum hætti en áður. Að þessu sinni telur meira að hafa unnið riðil í D-deild en að hafa lent í 2. sæti í riðli í A-deild. Þess vegna eru Færeyjar og Gíbraltar hærra á forgangslistanum inn í umspilið fyrir HM, en Ísland. Tvö lið úr Þjóðadeildinni með í tólf liða HM-umspilinu Það er þó ólíklegt að frændur vorir Færeyingar komist í umspilið. Liðin sem unnu riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar, B-deild og C-deild, eru ofar á listanum. En ef þau enda öll í efsta eða næstefsta sæti síns riðils í undankeppni HM, þá geta Færeyingar farið í umspilið. Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar Í undankeppni HM verður leikið í tíu riðlum, efstu liðin komast beint á HM og liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil, með liðunum tveimur sem komast þangað sem sigurvegarar riðils í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi í síðasta leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Ísland leikur í B-deild árið 2022.Getty/Carl Recine Knattspyrnusamband Evrópu kom Þjóðadeildinni á laggirnar haustið 2018 og vegna frábærs árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta árin þar á undan þá var Ísland sett í A-deild, sem ein af tólf bestu þjóðum Evrópu. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á fyrstu leiktíð keppninnar og hefði fallið ef UEFA hefði ekki ákveðið að fjölga liðum í A-deild, úr 12 í 16. Eftir að hafa aftur tapað öllum leikjum sínum á annarri leiktíð Þjóðadeildarinnar, nú í haust, er Ísland hins vegar fallið niður í B-deild. Næsta leiktíð í Þjóðadeildinni verður árið 2022. Áætlað er að fjórir leikir verði í júní og tveir í september. HM hefst svo í Katar 21. nóvember sama ár. Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31 Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30 Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Eins dýrmæt og staða Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar reyndist liðinu í baráttunni um að komast á EM þá hjálpar Þjóðadeildin liðinu ekkert í baráttunni um að komast á HM. Lokastaða í Þjóðadeildinni réði því hvaða lið fóru í umspil um fjögur síðustu sætin á EM, umspilið sem Ísland lék í gegn Rúmeníu og svo Ungverjalandi á dögunum. Staðan í Þjóðadeildinni mun einnig hafa áhrif á umspil fyrir HM í Katar, en þó önnur og mun minni. Aðeins tvö lið komast nefnilega í HM-umspilið í gegnum Þjóðadeildina, og þau verða valin með öðrum hætti en áður. Að þessu sinni telur meira að hafa unnið riðil í D-deild en að hafa lent í 2. sæti í riðli í A-deild. Þess vegna eru Færeyjar og Gíbraltar hærra á forgangslistanum inn í umspilið fyrir HM, en Ísland. Tvö lið úr Þjóðadeildinni með í tólf liða HM-umspilinu Það er þó ólíklegt að frændur vorir Færeyingar komist í umspilið. Liðin sem unnu riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar, B-deild og C-deild, eru ofar á listanum. En ef þau enda öll í efsta eða næstefsta sæti síns riðils í undankeppni HM, þá geta Færeyingar farið í umspilið. Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar Í undankeppni HM verður leikið í tíu riðlum, efstu liðin komast beint á HM og liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil, með liðunum tveimur sem komast þangað sem sigurvegarar riðils í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi í síðasta leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Ísland leikur í B-deild árið 2022.Getty/Carl Recine Knattspyrnusamband Evrópu kom Þjóðadeildinni á laggirnar haustið 2018 og vegna frábærs árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta árin þar á undan þá var Ísland sett í A-deild, sem ein af tólf bestu þjóðum Evrópu. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á fyrstu leiktíð keppninnar og hefði fallið ef UEFA hefði ekki ákveðið að fjölga liðum í A-deild, úr 12 í 16. Eftir að hafa aftur tapað öllum leikjum sínum á annarri leiktíð Þjóðadeildarinnar, nú í haust, er Ísland hins vegar fallið niður í B-deild. Næsta leiktíð í Þjóðadeildinni verður árið 2022. Áætlað er að fjórir leikir verði í júní og tveir í september. HM hefst svo í Katar 21. nóvember sama ár.
Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar
Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31 Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30 Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31
Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30
Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30
Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30