Segir fréttamann RÚV „lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2020 08:26 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er allt annað en ánægð með fréttaflutning RÚV um eftirfylgniskýrslu GRECO. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira