Hamrén segir aldur íslenska liðsins ekki vandamál, heldur meiðslin og leikæfinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2020 11:31 Erik Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn gegn Englandi í kvöld. vísir/Hulda Margrét Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira