Formaður HSÍ segir að Íslandi verði með á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 08:16 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins en hér er hann á síðasta HM í handbolta árið 2019. Getty/ TF-Images Fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins vill ekki að HM í handbolta fari fram í janúar vegna kórónufaraldursins en formaður HSÍ segir að íslenska landsliðið muni taka þátt. Aron Pálmarsson sagði frá þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska miðilinn NDR að vann vilji að HM í handbolta í Egyptalandi í janúar 2021 verði aflýst. Það eru ekki miklar líkur á því að honum verði að ósk sinni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði það í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að það ekki megi lesa það úr orðum landsliðsfyrirliðans að hann vilji ekki spila. Handknattleiksamband Íslands er líka í góðum samskiptum við mótshaldara. „Við erum reglulega á fundum með alþjóða handknattleikssambandinu og mótshöldurum og við erum búin að fara yfir það hvernig staðið verður að mótinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það. https://t.co/uCQu1LXg7I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 17, 2020 Leikmenn liðanna 32 á mótinu munu fara inn í búbblu eins og tíðkast hefur hjá öðrum íþróttum. Þeir þurfa því að vera inn á hóteli alla daga og mega bara fara þaðan og í íþróttasalinn. Engin snerting verður leyfð við þá sem eru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu. HM fer að þessu sinni fram á heimavelli forseta Alþjóðahandboltasambandsins sem er Egyptinn Hassan Moustafa. Það eru því ekki miklar líkur á því að heimsmeistaramótinu verði aflýst þrátt fyrir mikið flækjustig og skæðan heimsfaraldur. Það þarf líka ekkert að koma mörgum á óvart að það eru peningarnir sem ráða för en auðvitað snýst þetta líka um útbreiðslu handboltaíþróttarinnar. „Tekjur alþjóða handknattleikssambandsins snúast um þessa heimsmeistarakeppni og halda sjónvarpsréttum í gangi og viðhalda íþróttinni og athygli á henni og þess vegna reyna menn í lengstu lög að halda þessi mót,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það,“ sagði Guðmundur í spjallinu sem hlusta á má allt hér. HM 2021 í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins vill ekki að HM í handbolta fari fram í janúar vegna kórónufaraldursins en formaður HSÍ segir að íslenska landsliðið muni taka þátt. Aron Pálmarsson sagði frá þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska miðilinn NDR að vann vilji að HM í handbolta í Egyptalandi í janúar 2021 verði aflýst. Það eru ekki miklar líkur á því að honum verði að ósk sinni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði það í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að það ekki megi lesa það úr orðum landsliðsfyrirliðans að hann vilji ekki spila. Handknattleiksamband Íslands er líka í góðum samskiptum við mótshaldara. „Við erum reglulega á fundum með alþjóða handknattleikssambandinu og mótshöldurum og við erum búin að fara yfir það hvernig staðið verður að mótinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það. https://t.co/uCQu1LXg7I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 17, 2020 Leikmenn liðanna 32 á mótinu munu fara inn í búbblu eins og tíðkast hefur hjá öðrum íþróttum. Þeir þurfa því að vera inn á hóteli alla daga og mega bara fara þaðan og í íþróttasalinn. Engin snerting verður leyfð við þá sem eru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu. HM fer að þessu sinni fram á heimavelli forseta Alþjóðahandboltasambandsins sem er Egyptinn Hassan Moustafa. Það eru því ekki miklar líkur á því að heimsmeistaramótinu verði aflýst þrátt fyrir mikið flækjustig og skæðan heimsfaraldur. Það þarf líka ekkert að koma mörgum á óvart að það eru peningarnir sem ráða för en auðvitað snýst þetta líka um útbreiðslu handboltaíþróttarinnar. „Tekjur alþjóða handknattleikssambandsins snúast um þessa heimsmeistarakeppni og halda sjónvarpsréttum í gangi og viðhalda íþróttinni og athygli á henni og þess vegna reyna menn í lengstu lög að halda þessi mót,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það,“ sagði Guðmundur í spjallinu sem hlusta á má allt hér.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira