Hugleiðingar formanns á Alþjóðadegi sykursýki Leifur Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2020 07:00 14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun