Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 23:04 „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu, hvar ert þú?“ segir á borðanum sem nágrannakona sendiherrans við Sólvallagötu hengdi upp. Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá. Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá.
Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira