Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 23:30 Fellibylurinn Flórens yfir Norður-Atlantshafi í september árið 2018 eins og hann kom fyrir sjónir geimfara um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. AP/Alexander Gerst/ESA/NASA Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. Því hefur lengi verið spáð að fellibyljir gætu orðið öflugri eftir því sem höfin hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hlýindin gefa byljunum meiri orku þegar þeir myndast sem gerir þeim kleift að verða enn öflugri en ella. Þessi viðbótarorka er einnig talin ástæða þess að fellibyljir missa afl hægar þegar þeir ganga á land nú en áður. Það er niðurstaða tveggja vísindamanna sem fóru yfir gögn um 71 Atlantshafsfellibyl sem gengið hefur á á land frá 1967. Þeir birtu grein um niðurstöður sínar í vísindaritinu Nature í dag. Hiti og raki yfir sjó knýr fellibylji áfram. Þegar þeir ganga á land rofna tengslin við orkuuppsprettuna og því þverr þeim afl tiltölulega fljótt. Pinaki Chakraborty frá Vísinda- og tæknistofnun Okinawa í Japan sem er annar höfundur greinarinnar segist ekki hafa átt von á að þetta breyttist þrátt fyrir hnattræna hlýnun. Niðurstöðurnar komu honum á óvart. Á sjötta áratug síðustu aldar misstu fellibyljir um tvo þriðju hluta vindstyrks síns á fyrstu sautján klukkustundunum eftir að þeir gengu á land. Nú tekur það almennt um 33 klukkustundir fyrir byljina að missa svo mikinn vindstyrk. „Fyrir Norður-Atlantshafsfellibylji sem ganga á land hefur tímarammi hnignunar næstum því tvöfaldast á undanförnum fimmtíu árum,“ segir Chakraborty sem telur þetta gríðarlega breytingu. Hjón virða fyrir sér flóð og eyðileggingu eftir fellibylinn Flórens í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 2018. Þess má vænta að fellibyljir verði skeinuhættari á landi eftir því sem loft og haf hlýnar vegna athafna manna.AP/David Goldman Aukinn raki eins og varaeldsneytistankur Ástæðuna fyrir því að fellibyljirnir halda afli sínu lengur yfir landi nú telja vísindamennirnir aukinn raka sem þeir bera með sér en hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Þessi raki virkar eins og varaeldsneytistankur fyrir fellibyljina þegar þeir eru komnir upp á land, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Niðurstöðurnar þýða að eftir því sem hlýnar á jörðinni verði fellibyljir líklega langlífari og kröftugri þegar þeir ganga á land en áður. Þeim gæti því fylgt enn meiri hamfarir en áður. Jim Kossin, loftslags- og fellibyljasérfræðingur hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) segir AP-fréttastofunni að það sé merk uppgötvun hjá Chakraborty og Lin Li, meðhöfundi hans, að hafa komið auga á fylgnina á milli hlýinda í sjó og styrk fellibylja yfir landi. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Aðrar rannsóknir, meðal annars sem Kossin var höfundur að, hafa áður sýnt að fellibyljir í hitabeltinu fari nú hægar yfir en áður, beri meiri raka, þeir færist nær pólunum og þeir séu að verða öflugri á hlýnandi jörðu. Fellibyljatímabilið á Norður-Atlantshafi í haust hefur verið sérstaklega virkt. Met var slegið yfir fjölda lægða sem er gefinn nafn. Þurftu veðurfræðingar að grípa til gríska stafrófsins eftir að fyrirframákveðinn listi nafngifta var að þrotum. Fellibylurinn Þeta var 29 lægðin sem myndaðist á þessu tímabili en þær voru mest 28 árið 2005. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. Því hefur lengi verið spáð að fellibyljir gætu orðið öflugri eftir því sem höfin hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hlýindin gefa byljunum meiri orku þegar þeir myndast sem gerir þeim kleift að verða enn öflugri en ella. Þessi viðbótarorka er einnig talin ástæða þess að fellibyljir missa afl hægar þegar þeir ganga á land nú en áður. Það er niðurstaða tveggja vísindamanna sem fóru yfir gögn um 71 Atlantshafsfellibyl sem gengið hefur á á land frá 1967. Þeir birtu grein um niðurstöður sínar í vísindaritinu Nature í dag. Hiti og raki yfir sjó knýr fellibylji áfram. Þegar þeir ganga á land rofna tengslin við orkuuppsprettuna og því þverr þeim afl tiltölulega fljótt. Pinaki Chakraborty frá Vísinda- og tæknistofnun Okinawa í Japan sem er annar höfundur greinarinnar segist ekki hafa átt von á að þetta breyttist þrátt fyrir hnattræna hlýnun. Niðurstöðurnar komu honum á óvart. Á sjötta áratug síðustu aldar misstu fellibyljir um tvo þriðju hluta vindstyrks síns á fyrstu sautján klukkustundunum eftir að þeir gengu á land. Nú tekur það almennt um 33 klukkustundir fyrir byljina að missa svo mikinn vindstyrk. „Fyrir Norður-Atlantshafsfellibylji sem ganga á land hefur tímarammi hnignunar næstum því tvöfaldast á undanförnum fimmtíu árum,“ segir Chakraborty sem telur þetta gríðarlega breytingu. Hjón virða fyrir sér flóð og eyðileggingu eftir fellibylinn Flórens í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 2018. Þess má vænta að fellibyljir verði skeinuhættari á landi eftir því sem loft og haf hlýnar vegna athafna manna.AP/David Goldman Aukinn raki eins og varaeldsneytistankur Ástæðuna fyrir því að fellibyljirnir halda afli sínu lengur yfir landi nú telja vísindamennirnir aukinn raka sem þeir bera með sér en hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Þessi raki virkar eins og varaeldsneytistankur fyrir fellibyljina þegar þeir eru komnir upp á land, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Niðurstöðurnar þýða að eftir því sem hlýnar á jörðinni verði fellibyljir líklega langlífari og kröftugri þegar þeir ganga á land en áður. Þeim gæti því fylgt enn meiri hamfarir en áður. Jim Kossin, loftslags- og fellibyljasérfræðingur hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) segir AP-fréttastofunni að það sé merk uppgötvun hjá Chakraborty og Lin Li, meðhöfundi hans, að hafa komið auga á fylgnina á milli hlýinda í sjó og styrk fellibylja yfir landi. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Aðrar rannsóknir, meðal annars sem Kossin var höfundur að, hafa áður sýnt að fellibyljir í hitabeltinu fari nú hægar yfir en áður, beri meiri raka, þeir færist nær pólunum og þeir séu að verða öflugri á hlýnandi jörðu. Fellibyljatímabilið á Norður-Atlantshafi í haust hefur verið sérstaklega virkt. Met var slegið yfir fjölda lægða sem er gefinn nafn. Þurftu veðurfræðingar að grípa til gríska stafrófsins eftir að fyrirframákveðinn listi nafngifta var að þrotum. Fellibylurinn Þeta var 29 lægðin sem myndaðist á þessu tímabili en þær voru mest 28 árið 2005.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24
Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26
Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45