Fræðslumyndbönd um rafbíla og hleðslu þeirra Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. nóvember 2020 07:00 Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgar hratt þessa dagana - og er til vitnis um aukinn áhuga á nýrri tækni. vísir/pjetur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert þrjúfræðslumyndbönd um rafbíla á Íslandi, hleðslu þeirra og raflagnir og hleðslu í fjölbýlishúsum. Samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar henta myndböndin „vel fyrir þá sem eiga, eru að hugsa um að fá sér eða eru forvitnir um rafbíla“. Fyrsta myndbandið snýr að helstu atriðum „sem þarf að hafa í huga tengt rafbílum og um kosti þeirra og eiginleika“. „Hleðsla rafbíla hefur í för með sér töluverða straumnotkun sem af getur stafað hætta sé ekki rétt af málum staðið. Til að tryggja öryggi hafa verið settar sérstakar reglur um raflagnir á stöðum þar sem hleðsla rafbíla fer fram, sem og um búnað sem nota skal í þessu skyni. Þessar reglur ásamt árvekni og réttri umgengni notenda við búnaðinn tryggiröryggi við hleðslu rafbíla eins og frekast er unnt,“ segir á heimasíðu HMS. Þá segir einnig á heimasíðu HMS að sífelld aukning sé í rafbílum á Íslandi. „Eigendur rafbíla í fjöleignarhúsum þurfa þó að gera allar breytingar í sameign með leyfi [annarra] íbúa“. Vistvænir bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert þrjúfræðslumyndbönd um rafbíla á Íslandi, hleðslu þeirra og raflagnir og hleðslu í fjölbýlishúsum. Samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar henta myndböndin „vel fyrir þá sem eiga, eru að hugsa um að fá sér eða eru forvitnir um rafbíla“. Fyrsta myndbandið snýr að helstu atriðum „sem þarf að hafa í huga tengt rafbílum og um kosti þeirra og eiginleika“. „Hleðsla rafbíla hefur í för með sér töluverða straumnotkun sem af getur stafað hætta sé ekki rétt af málum staðið. Til að tryggja öryggi hafa verið settar sérstakar reglur um raflagnir á stöðum þar sem hleðsla rafbíla fer fram, sem og um búnað sem nota skal í þessu skyni. Þessar reglur ásamt árvekni og réttri umgengni notenda við búnaðinn tryggiröryggi við hleðslu rafbíla eins og frekast er unnt,“ segir á heimasíðu HMS. Þá segir einnig á heimasíðu HMS að sífelld aukning sé í rafbílum á Íslandi. „Eigendur rafbíla í fjöleignarhúsum þurfa þó að gera allar breytingar í sameign með leyfi [annarra] íbúa“.
Vistvænir bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira