Kanye viðurkennir ósigur en gefur framboði 2024 undir fótinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 09:07 Kanye West hefur gefið vísbendingar um að hann bjóði sig aftur fram árið 2024. Scott Dudelson/FilmMagic Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira