Fékk martraðir í tvær vikur eftir að hafa tekið upp efni fyrir þættina Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Ummerki hefja göngu sína á sunnudaginn. Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon. Ísland í dag Ummerki Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon.
Ísland í dag Ummerki Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira