Sunna um Eyjar: Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 14:00 Sunna Jónsdóttir í viðtalinu við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Henry Birgir Gunnarsson fór með Seinni bylgjuna sína til Vestmannaeyja á dögunum og hitti þar á meðal Sunnu Jónsdóttur hjá kvennaliði ÍBV. Sunna Jónsdóttir hefur verið undanfarin ár í lykilhlutverki hjá kvennaliði ÍBV og hún fór á kostum í leikjum Eyjakvenna áður en Olís deild kvenna var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Viðtal Henrys Birgis við Sunnu birtist síðan í síðasta þætti af Seinni bylgjunni. Henry Birgir byrjaði á því að spyrja að því hvernig Sunnu líkar lífið í Vestmannaeyjum. „Alveg stórkostlega. Við erum búin að kaupa okkur hús hérna og Eyjafólkið losnar ekkert við okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir í léttum tón en maðurinn hennar er Björn Viðar Björnsson, markvörður karlaliðsins. Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleik á HK.Mynd/ÍBV „Það er svo margt gott við að vera í Eyjum. Það er ótrúlega mikill tími sem gefst með fjölskyldunni sérstaklega ef maður er með barn. Stutt í alla þjónustu. Maður getur líka alltaf komið hingað og æft,“ sagði Sunna. Eyjaliðið lítur vel út og þykir líklegt til að fara að berjast um titla í vetur. „Sem íþróttamaður þá vill maður vera á toppnum og reyna að vinna titla. Þegar ég kom fyrst þá vorum við líka með mjög gott lið en svo þurftum við að taka aðeins til í þessu hjá okkur í fyrra og byrja á núlli. Það skilaði sér fullt. Við fengum svo tvo sterka pósta í viðbót fyrir veturinn,“ sagði Sunna og er þar að tala um landsliðskonurnar Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. „Við erum bara mjög spenntar fyrir tímabilinu,“ sagði Sunna sem hefur verið að spila sjálf mjög vel í upphafi tímabilsins. Sunna Jónsdóttir hefur skorað tuttugu mörk í fyrstu þremur leikjum ÍBV í Olís deild kvenna 2020-21.vísir/bára „Þetta er ógeðslega gaman og lengi lifir í gömlum glæðum skal ég segja. Ég kann mjög vel við þetta og maður spilar náttúrulega vel ef manni líður vel. Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega ,“ sagði Sunna. Birna Berg Haraldsdóttir sagði það vera geggjað að spila með Sunnu og það átti þátt í því að hún kom til í Eyja í haust. „Það er geggjað að spila með henni. Við spiluðum saman í Fram og svo bjuggum við á sama stað í Svíþjóð. Við vorum í sitthvoru liðinu þar. Birna var efins fyrst og ég ákvað að senda á Klaus manninn hennar og fá hann hingað,“ sagði Sunna en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sunnu Jónsdóttir Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór með Seinni bylgjuna sína til Vestmannaeyja á dögunum og hitti þar á meðal Sunnu Jónsdóttur hjá kvennaliði ÍBV. Sunna Jónsdóttir hefur verið undanfarin ár í lykilhlutverki hjá kvennaliði ÍBV og hún fór á kostum í leikjum Eyjakvenna áður en Olís deild kvenna var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Viðtal Henrys Birgis við Sunnu birtist síðan í síðasta þætti af Seinni bylgjunni. Henry Birgir byrjaði á því að spyrja að því hvernig Sunnu líkar lífið í Vestmannaeyjum. „Alveg stórkostlega. Við erum búin að kaupa okkur hús hérna og Eyjafólkið losnar ekkert við okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir í léttum tón en maðurinn hennar er Björn Viðar Björnsson, markvörður karlaliðsins. Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleik á HK.Mynd/ÍBV „Það er svo margt gott við að vera í Eyjum. Það er ótrúlega mikill tími sem gefst með fjölskyldunni sérstaklega ef maður er með barn. Stutt í alla þjónustu. Maður getur líka alltaf komið hingað og æft,“ sagði Sunna. Eyjaliðið lítur vel út og þykir líklegt til að fara að berjast um titla í vetur. „Sem íþróttamaður þá vill maður vera á toppnum og reyna að vinna titla. Þegar ég kom fyrst þá vorum við líka með mjög gott lið en svo þurftum við að taka aðeins til í þessu hjá okkur í fyrra og byrja á núlli. Það skilaði sér fullt. Við fengum svo tvo sterka pósta í viðbót fyrir veturinn,“ sagði Sunna og er þar að tala um landsliðskonurnar Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. „Við erum bara mjög spenntar fyrir tímabilinu,“ sagði Sunna sem hefur verið að spila sjálf mjög vel í upphafi tímabilsins. Sunna Jónsdóttir hefur skorað tuttugu mörk í fyrstu þremur leikjum ÍBV í Olís deild kvenna 2020-21.vísir/bára „Þetta er ógeðslega gaman og lengi lifir í gömlum glæðum skal ég segja. Ég kann mjög vel við þetta og maður spilar náttúrulega vel ef manni líður vel. Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega ,“ sagði Sunna. Birna Berg Haraldsdóttir sagði það vera geggjað að spila með Sunnu og það átti þátt í því að hún kom til í Eyja í haust. „Það er geggjað að spila með henni. Við spiluðum saman í Fram og svo bjuggum við á sama stað í Svíþjóð. Við vorum í sitthvoru liðinu þar. Birna var efins fyrst og ég ákvað að senda á Klaus manninn hennar og fá hann hingað,“ sagði Sunna en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sunnu Jónsdóttir
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira