Fögnuður Vals og Leiknis ekki á borð aganefndar Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 09:31 Valsmenn fögnuðu oftast allra sigri í Pepsi Max-deild karla í sumar en fylgdu ekki sóttvarnareglum þegar þeir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum óvænt síðasta föstudag, eftir að KSí ákvað að flauta mótið af. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vísa meintum brotum Vals- og Leiknismanna á sóttvarnareglum til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. Myndir af fögnuði karlaliða Vals og Leiknis birtust á samfélagsmiðlum, eftir að Íslandsmótið í fótbolta var flautað af síðasta föstudag og ljóst var að Valur væri Íslandsmeistari og Leiknir kæmist upp í efstu deild. Fleiri en 20 manns komu saman og tveggja metra reglu var ekki fylgt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við Fréttablaðið á sunnudag að mál Vals og Leiknis yrðu tekin til rannsóknar vegna gruns um brot á sóttvarnalögum. Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál hefur framkvæmdastjóri heimild til að vísa málum til nefndarinnar sem „skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum.“ Nefndin getur beitt 50-100 þúsund króna sekt og/eða leikbanni, allt eftir eðli brotsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að sökum þess að lögregla sé nú með málin til rannsóknar muni hún ekki vísa þeim til aga- og úrskurðanefndar. Hún bendir ákvörðun sinni til stuðnings á grein 6.2 í fyrrnefndri reglugerð, þar sem segir: „Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.“ Nú sé ljóst að þar til bær yfirvöld fjalli um málin. Pepsi Max-deild karla KSÍ Valur Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vísa meintum brotum Vals- og Leiknismanna á sóttvarnareglum til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. Myndir af fögnuði karlaliða Vals og Leiknis birtust á samfélagsmiðlum, eftir að Íslandsmótið í fótbolta var flautað af síðasta föstudag og ljóst var að Valur væri Íslandsmeistari og Leiknir kæmist upp í efstu deild. Fleiri en 20 manns komu saman og tveggja metra reglu var ekki fylgt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við Fréttablaðið á sunnudag að mál Vals og Leiknis yrðu tekin til rannsóknar vegna gruns um brot á sóttvarnalögum. Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál hefur framkvæmdastjóri heimild til að vísa málum til nefndarinnar sem „skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum.“ Nefndin getur beitt 50-100 þúsund króna sekt og/eða leikbanni, allt eftir eðli brotsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að sökum þess að lögregla sé nú með málin til rannsóknar muni hún ekki vísa þeim til aga- og úrskurðanefndar. Hún bendir ákvörðun sinni til stuðnings á grein 6.2 í fyrrnefndri reglugerð, þar sem segir: „Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.“ Nú sé ljóst að þar til bær yfirvöld fjalli um málin.
Pepsi Max-deild karla KSÍ Valur Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27
Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17
Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37