Covid fer ekki burt með rakettunni um áramótin Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2020 14:30 Kórónuveirunni verður ekki kastað í burtu á næstunni. Keppni í Dominos-deildunum hefst í fyrsta lagi eftir mánuð, en það veltur algjörlega á faraldrinum. vísir/vilhelm Körfuknattleiksdeildir KR og Hauka hafa sent erlenda leikmenn sína heim vegna óvissunnar sem kórónuveirufaraldurinn veldur en stefna KKÍ er að hefja mótahald um leið og mögulegt er. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir stjórn sambandsins hafa fundað í gærkvöld og að hún sé einhuga um að koma mótahaldi af stað um leið og að yfirvöld telji það óhætt, þó í fyrsta lagi í byrjun desember. Brýnt sé að spila þegar hægt sé, því veiran muni áfram setja strik í reikninginn á komandi mánuðum. Í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KR er gert ráð fyrir því að keppni hefjist ekki að nýju fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Því voru erlendir leikmenn sendir heim. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Það er mikilvægt að horfast í augu við þann veruleika sem blasir við okkur og miðað við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu verður að teljast líklegt að mótahald hjá meistaraflokkum muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2021.“ Roberts Stumbris kom til KR frá Lettlandi en er farinn aftur vegna hlésins sem kórónuveirufaraldurinn veldur.mynd/championsleague.basketball Leiktíðin í Dominos-deildunum var nýhafin þegar hlé var gert vegna faraldursins, og nú liggja æfingar niðri á öllu landinu líkt og í öðrum greinum. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytisins verður ekkert íþróttastarf á landinu til og með 17. nóvember. Draumurinn er, segir Hannes, að hægt verði að hafa körfuboltaveislu á Íslandi í desember, en ljóst er að í það minnsta sum félög reikna ekki með að það sé gerlegt. „Auðvitað hafa þau látið í sér heyra og við erum með gott „bland í poka“ af skoðunum félaganna. Þær eru mjög misjafnar, en flestir vilja byrja aftur sem fyrst að spila. Einhverjir vilja spila í janúar og því hefur jafnvel verið fleygt fram hvort við ættum ekki að slaufa tímabilinu og hittast aftur í september. Ég skil vel að félögin hafi áhyggjur af þessu, en við viljum fyrst og fremst spila körfubolta og einbeitum okkur að því að koma honum sem fyrst aftur af stað um leið og yfirvöld telja að það sé óhætt,“ segir Hannes. Stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar mjög stórt skref Hann bendir á að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um umfangsmiklar stuðningsaðgerðir við íþróttafélögin eigi þau nú auðveldara með að standa af sér storminn. Aðgerðirnar snúast um að útvíkka úrræði Vinnumálastofnunar þannig að tryggt verði að í þeim tilvikum sem íþróttafélagi er gert að láta af starfsemi sinni vegna sóttvarna geti félagið sótt um styrki vegna launagreiðslna til starfsmanna. „Þessi mikli stuðningur sem ríkisstjórnin kynnti um helgina, sem íþróttahreyfingin hefur kallað eftir, hjálpar mikið til. Það er verið að útfæra þetta en félögin munu fá aðstoð varðandi launagreiðslur og verktakagreiðslur fyrir sína starfsmenn, og það er mjög stórt skref og þakkarvert. Þetta lágmarkar ákveðinn skaða sem félögin verða fyrir og þau ættu að geta staðið við launagreiðslur við alla sína aðila frá og með 1. október síðastliðnum.“ Búið var að spila alls níu leiki í Dominos-deild kvenna þegar hlé var gert vegna faraldursins. Sum lið höfðu spilað þrjá leiki en Keflavík hafði spilað fæsta eða aðeins einn, vegna sóttkvíar leikmanna.vísir/vilhelm Hannes segir skýran vilja allra að ná faraldrinum niður, en kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld sýni á spilin varðandi hvað svo taki við. Hvað gerist ef að vel gengur í baráttunni við veiruna? „Framhaldið er mjög óráðið en það sem við sjáum fyrir okkur númer eitt, tvö og þrjú er að hefja mótahald eins fljótt og hægt er. Við erum þessa dagana að reyna að afla okkur upplýsinga um hvert planið sé. Verða íþróttir leyfðar að fullu ef allt gengur vel til 17. nóvember? Við vitum öll hvað gerist ef ekki gengur vel í baráttunni við faraldurinn, þá verður allt stopp áfram,“ segir Hannes, og bætir við: „Við fylgjum öllu því sem er verið að gera í sóttvörnum á landinu, frá A til Ö, og skiljum það fullkomlega, en gerum um leið kröfu um að það sé einhvers konar plan í gangi. Það skiptir svo miklu máli fyrir okkur að vita hvað yfirvöld eru að hugsa. Ég veit að ÍSÍ er á fullu að reyna að fá þessi svör fyrir íþróttahreyfinguna. Við þurfum þessi svör sem fyrst til þess að geta gefið eitthvað út til félaganna.“ Mikilvægt sé að nýta þann tíma sem gefst hverju sinni til að spila körfubolta í landinu, þegar yfirvöld gefi grænt ljós. „Ef að almannavarnir og sóttvarnalæknir horfa til þess að íþróttastarf geti hafist 18. nóvember, ef allt gengur vel, þá reynum við að byrja okkar keppni aftur eins fljótt og hægt er. Við þurfum tíma til æfinga, en ef allt gengur að óskum væri þá hægt að byrja að spila aftur í byrjun desember. Við þurfum að nýta hvern tíma sem við höfum því að Covid mun ekki fara frá okkur. Covid fer ekki upp með rakettuprikinu um áramótin. Það er alveg ljóst að Covid verður hérna í janúar, febrúar og mars, og það má alveg gera ráð fyrir því að það verði hlé á keppni þá líka.“ Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Körfuknattleiksdeildir KR og Hauka hafa sent erlenda leikmenn sína heim vegna óvissunnar sem kórónuveirufaraldurinn veldur en stefna KKÍ er að hefja mótahald um leið og mögulegt er. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir stjórn sambandsins hafa fundað í gærkvöld og að hún sé einhuga um að koma mótahaldi af stað um leið og að yfirvöld telji það óhætt, þó í fyrsta lagi í byrjun desember. Brýnt sé að spila þegar hægt sé, því veiran muni áfram setja strik í reikninginn á komandi mánuðum. Í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KR er gert ráð fyrir því að keppni hefjist ekki að nýju fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Því voru erlendir leikmenn sendir heim. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Það er mikilvægt að horfast í augu við þann veruleika sem blasir við okkur og miðað við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu verður að teljast líklegt að mótahald hjá meistaraflokkum muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2021.“ Roberts Stumbris kom til KR frá Lettlandi en er farinn aftur vegna hlésins sem kórónuveirufaraldurinn veldur.mynd/championsleague.basketball Leiktíðin í Dominos-deildunum var nýhafin þegar hlé var gert vegna faraldursins, og nú liggja æfingar niðri á öllu landinu líkt og í öðrum greinum. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytisins verður ekkert íþróttastarf á landinu til og með 17. nóvember. Draumurinn er, segir Hannes, að hægt verði að hafa körfuboltaveislu á Íslandi í desember, en ljóst er að í það minnsta sum félög reikna ekki með að það sé gerlegt. „Auðvitað hafa þau látið í sér heyra og við erum með gott „bland í poka“ af skoðunum félaganna. Þær eru mjög misjafnar, en flestir vilja byrja aftur sem fyrst að spila. Einhverjir vilja spila í janúar og því hefur jafnvel verið fleygt fram hvort við ættum ekki að slaufa tímabilinu og hittast aftur í september. Ég skil vel að félögin hafi áhyggjur af þessu, en við viljum fyrst og fremst spila körfubolta og einbeitum okkur að því að koma honum sem fyrst aftur af stað um leið og yfirvöld telja að það sé óhætt,“ segir Hannes. Stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar mjög stórt skref Hann bendir á að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um umfangsmiklar stuðningsaðgerðir við íþróttafélögin eigi þau nú auðveldara með að standa af sér storminn. Aðgerðirnar snúast um að útvíkka úrræði Vinnumálastofnunar þannig að tryggt verði að í þeim tilvikum sem íþróttafélagi er gert að láta af starfsemi sinni vegna sóttvarna geti félagið sótt um styrki vegna launagreiðslna til starfsmanna. „Þessi mikli stuðningur sem ríkisstjórnin kynnti um helgina, sem íþróttahreyfingin hefur kallað eftir, hjálpar mikið til. Það er verið að útfæra þetta en félögin munu fá aðstoð varðandi launagreiðslur og verktakagreiðslur fyrir sína starfsmenn, og það er mjög stórt skref og þakkarvert. Þetta lágmarkar ákveðinn skaða sem félögin verða fyrir og þau ættu að geta staðið við launagreiðslur við alla sína aðila frá og með 1. október síðastliðnum.“ Búið var að spila alls níu leiki í Dominos-deild kvenna þegar hlé var gert vegna faraldursins. Sum lið höfðu spilað þrjá leiki en Keflavík hafði spilað fæsta eða aðeins einn, vegna sóttkvíar leikmanna.vísir/vilhelm Hannes segir skýran vilja allra að ná faraldrinum niður, en kallar eftir því að heilbrigðisyfirvöld sýni á spilin varðandi hvað svo taki við. Hvað gerist ef að vel gengur í baráttunni við veiruna? „Framhaldið er mjög óráðið en það sem við sjáum fyrir okkur númer eitt, tvö og þrjú er að hefja mótahald eins fljótt og hægt er. Við erum þessa dagana að reyna að afla okkur upplýsinga um hvert planið sé. Verða íþróttir leyfðar að fullu ef allt gengur vel til 17. nóvember? Við vitum öll hvað gerist ef ekki gengur vel í baráttunni við faraldurinn, þá verður allt stopp áfram,“ segir Hannes, og bætir við: „Við fylgjum öllu því sem er verið að gera í sóttvörnum á landinu, frá A til Ö, og skiljum það fullkomlega, en gerum um leið kröfu um að það sé einhvers konar plan í gangi. Það skiptir svo miklu máli fyrir okkur að vita hvað yfirvöld eru að hugsa. Ég veit að ÍSÍ er á fullu að reyna að fá þessi svör fyrir íþróttahreyfinguna. Við þurfum þessi svör sem fyrst til þess að geta gefið eitthvað út til félaganna.“ Mikilvægt sé að nýta þann tíma sem gefst hverju sinni til að spila körfubolta í landinu, þegar yfirvöld gefi grænt ljós. „Ef að almannavarnir og sóttvarnalæknir horfa til þess að íþróttastarf geti hafist 18. nóvember, ef allt gengur vel, þá reynum við að byrja okkar keppni aftur eins fljótt og hægt er. Við þurfum tíma til æfinga, en ef allt gengur að óskum væri þá hægt að byrja að spila aftur í byrjun desember. Við þurfum að nýta hvern tíma sem við höfum því að Covid mun ekki fara frá okkur. Covid fer ekki upp með rakettuprikinu um áramótin. Það er alveg ljóst að Covid verður hérna í janúar, febrúar og mars, og það má alveg gera ráð fyrir því að það verði hlé á keppni þá líka.“
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13
Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16