Grænlendingar gramir vegna ákvörðunar IHF: „Finn til í handboltahjartanu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Úr leik með grænska landsliðinu. getty/Gabriel Rossi Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30. HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30.
HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira