Endurkoma hjá Guðbjörgu, Kjartan sá rautt og stoðsending frá Arnóri í Rússlandi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 15:23 Endurkoma hjá Guðbjörgu í dag. Eric Verhoeven/Soccrates Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. Guðbjörg stóð í markinu því í fyrsta sinn á þessari leiktíð en hún hafði leikið fyrir U19-ára lið félagsins fyrr á leiktíðinni. Djurgården tapaði 3-2 gegn Eskilstuna á heimavelli en Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Djurgården sem er með tuttugu stig í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsætið. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þátt í marki Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg á útivelli. Ísak spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 4. sæti deildarinnar. Elfsborg er í öðru sætinu. 11' MÅL!!!!! Isak Bergmann Johannesson petar till Sead som dunkar upp bollen i nättaket. #IFEIFK | 0-1 | #ifknorrköping — IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 1, 2020 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 5-1 sigur á Uppsala. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Uppsala sem er á botninum en Rosengård er í 2. sætinu. Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristinastads unnu 4-0 stórsigur á Vittsjö á heimavelli í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir er á meiðslalistanum en Kristianstads er í 3. sæti deildainnar, sex stigum frá toppsætinu og tveimur stigum frá öðru sætinu. OB vann sigur á Horsens í Íslendingaslag í danska boltanum í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á ellefu mínútu er Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark OB. Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu eftir tæklingu. Atvikið var skoðað í VAR. Jonas Dal vil nok føle, at VAR igen var mod Horsens, men det handler også om, at spillerne selv tager ansvar inde på banen. Tingene bliver set i gennem, og i dag var det røde kort til Finnbogason helt på sin plads #boksen #obach #sldk #eurosportdk #dplay— Casper Høygård (@CasperHoygard) November 1, 2020 Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB er 82 mínútur voru á klukkunni en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með hjá OB. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens sem er á botninum með tvö stig. OB er í sjöunda sætinu með tíu stig. Arnór Sigurðsson lagði upp sigurmark CSKA Moskvu er liðið vann 1-0 sigur á Volgograd í Rússlandi. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikhlé en Arnór var tekinn af velli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörninni en CSKA er á toppi deildarinnar. #CSKA line-up for the game against Rotor pic.twitter.com/beXEa56ptX— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 1, 2020 Danski boltinn Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. Guðbjörg stóð í markinu því í fyrsta sinn á þessari leiktíð en hún hafði leikið fyrir U19-ára lið félagsins fyrr á leiktíðinni. Djurgården tapaði 3-2 gegn Eskilstuna á heimavelli en Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Djurgården sem er með tuttugu stig í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsætið. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þátt í marki Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg á útivelli. Ísak spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 4. sæti deildarinnar. Elfsborg er í öðru sætinu. 11' MÅL!!!!! Isak Bergmann Johannesson petar till Sead som dunkar upp bollen i nättaket. #IFEIFK | 0-1 | #ifknorrköping — IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 1, 2020 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 5-1 sigur á Uppsala. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Uppsala sem er á botninum en Rosengård er í 2. sætinu. Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristinastads unnu 4-0 stórsigur á Vittsjö á heimavelli í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir er á meiðslalistanum en Kristianstads er í 3. sæti deildainnar, sex stigum frá toppsætinu og tveimur stigum frá öðru sætinu. OB vann sigur á Horsens í Íslendingaslag í danska boltanum í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á ellefu mínútu er Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark OB. Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu eftir tæklingu. Atvikið var skoðað í VAR. Jonas Dal vil nok føle, at VAR igen var mod Horsens, men det handler også om, at spillerne selv tager ansvar inde på banen. Tingene bliver set i gennem, og i dag var det røde kort til Finnbogason helt på sin plads #boksen #obach #sldk #eurosportdk #dplay— Casper Høygård (@CasperHoygard) November 1, 2020 Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB er 82 mínútur voru á klukkunni en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með hjá OB. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens sem er á botninum með tvö stig. OB er í sjöunda sætinu með tíu stig. Arnór Sigurðsson lagði upp sigurmark CSKA Moskvu er liðið vann 1-0 sigur á Volgograd í Rússlandi. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikhlé en Arnór var tekinn af velli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörninni en CSKA er á toppi deildarinnar. #CSKA line-up for the game against Rotor pic.twitter.com/beXEa56ptX— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 1, 2020
Danski boltinn Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira