Föstudagsplaylisti Theodóru Bjarkar Guðjónsdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. október 2020 16:16 Sköpunarþörf Theodóru nær gjarnan hámarki á þessum árstíma. Sunna Ben Í tilefni hrekkjavökuhelgar leitaði Vísir á náðir Theodóru Bjarkar, sem þeytt hefur skífum undir nafninu DJ Vetrarsorg, til að setja saman föstudagslagalista. Hún er hlédræg húsmóðir í Vesturbænum, fyrrum plötusnælda hjá Reykjavík Goth Night og gotneskur fagurkeri. Hún dáir að eigin sögn haustið, Hrekkjavökuna og þann forneskjulega heiðindóm sem loðir við árstímann. „Sköpunarþörf mín nær gjarnan hámarki á þessum árstíma og síðustu árin hef ég blygðunarlaust farið offari við að skreyta húsið mitt á sem hryllilegastan hátt fyrir grímuklædd börn og aðrar furðuverur sem hafa lagt leið sína til okkar að biðja um grikk eða gott. Það er dapurlegt að í ár skuli Hrekkjavakan vera haldin í skugga kórónuveirunnar þar sem flakk á milli húsa og samgangur við ókunnuga er ekki beinlínis vel séð. Það er líka ákveðinn missir af Halloween-partístandi hinna fullorðnu þar sem karníval og hryllingsblandin gleðin voru við völd.“ Lagalistann segir Theodóra vera innblásinn af þessu skrítna ástandi í bland við hefðbundinn drunga, myrkrarómantík og lakkríssvarta gotnesku. Á honum sé samtíningur af synth/post-punk drunga-elektróník í bland við rammíslenskan draugagang og annarlegar hljómkviður úr furðuheimi David Lynch. Hann sé einkum hugsaður sem spúkí og þægileg bakgrunnstónlist fyrir grunnskólastelpur í andaglasi. „Hrekkjavökustemningin verður lágstemmdari og heimilislegri í ár en gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir dauðaangistina, kvíðann og einmanaleikann sem faraldurinn hefur lagt á okkur. Ekki má gleyma því að eitt vinsælasta stef myndlistarinnar á miðöldum í kjölfar plágunnar miklu var hið svonefnda danse macabré, dauðadansinn þar sem dauðlegir menn, jafnt háir sem lágir sjást dansa við glottandi beinagrindur í drungalegum hringdansi til að minna guðhrædda kirkjugesti á forgengileika lífsins. Danse Macabré kjarnar ágætlega boðskap Hrekkjavökunnar og minnir okkur á að ekkert varir að eilífu, á eftir sumri kemur haust og að loknum vetri kemur vor. Og skemmtilegt er myrkrið,“ segir Theodóra Björk. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í tilefni hrekkjavökuhelgar leitaði Vísir á náðir Theodóru Bjarkar, sem þeytt hefur skífum undir nafninu DJ Vetrarsorg, til að setja saman föstudagslagalista. Hún er hlédræg húsmóðir í Vesturbænum, fyrrum plötusnælda hjá Reykjavík Goth Night og gotneskur fagurkeri. Hún dáir að eigin sögn haustið, Hrekkjavökuna og þann forneskjulega heiðindóm sem loðir við árstímann. „Sköpunarþörf mín nær gjarnan hámarki á þessum árstíma og síðustu árin hef ég blygðunarlaust farið offari við að skreyta húsið mitt á sem hryllilegastan hátt fyrir grímuklædd börn og aðrar furðuverur sem hafa lagt leið sína til okkar að biðja um grikk eða gott. Það er dapurlegt að í ár skuli Hrekkjavakan vera haldin í skugga kórónuveirunnar þar sem flakk á milli húsa og samgangur við ókunnuga er ekki beinlínis vel séð. Það er líka ákveðinn missir af Halloween-partístandi hinna fullorðnu þar sem karníval og hryllingsblandin gleðin voru við völd.“ Lagalistann segir Theodóra vera innblásinn af þessu skrítna ástandi í bland við hefðbundinn drunga, myrkrarómantík og lakkríssvarta gotnesku. Á honum sé samtíningur af synth/post-punk drunga-elektróník í bland við rammíslenskan draugagang og annarlegar hljómkviður úr furðuheimi David Lynch. Hann sé einkum hugsaður sem spúkí og þægileg bakgrunnstónlist fyrir grunnskólastelpur í andaglasi. „Hrekkjavökustemningin verður lágstemmdari og heimilislegri í ár en gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir dauðaangistina, kvíðann og einmanaleikann sem faraldurinn hefur lagt á okkur. Ekki má gleyma því að eitt vinsælasta stef myndlistarinnar á miðöldum í kjölfar plágunnar miklu var hið svonefnda danse macabré, dauðadansinn þar sem dauðlegir menn, jafnt háir sem lágir sjást dansa við glottandi beinagrindur í drungalegum hringdansi til að minna guðhrædda kirkjugesti á forgengileika lífsins. Danse Macabré kjarnar ágætlega boðskap Hrekkjavökunnar og minnir okkur á að ekkert varir að eilífu, á eftir sumri kemur haust og að loknum vetri kemur vor. Og skemmtilegt er myrkrið,“ segir Theodóra Björk.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“