Svali mættur aftur til Tenerife: „Sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 11:30 Svali er mættur til Tenerife. Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Svali hefur verið farastjóri á eyjunni og gekk það vel fram að heimsfaraldri. Svali reif alla fjölskylduna út á sínum tíma en þau urðu að flytja aftur heim í vor vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Ég er alsæll í sólinni. Ekki ský á lofti og 24 gráður hér að morgni,“ segir Svali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Tenerife datt út sem ferðamannastaður er þessi sóttkví sem allir þurfa að fara í. Nú voru bæði Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar að gefa út að ef fólk fer til Kanaríeyja þá þarf það ekki í sóttkví þegar það kemur heim af því að eyjarnar eru með svo lágt smithlutfall. Hér er það um 22 á hverja hundrað og þar af leiðandi ekki hættusvæði,“ segir Svali en ferðamenn sem mæta til Tenerife þurfa að fara í skimun eftir 5. nóvember. „Núna vilja þeir að Bretar sýni fram á það að þeir séu ósmitaðir þegar þeir koma en það á ekki við um Íslendinga,“ segir Svali og bætir við að það hafi ekki verið svo mikið mál að koma sér yfir til Tenerife frá Íslandi. „Þú getur flogið yfir til Bretlands frá Íslandi með nokkrum flugfélögum. Ég fór til að mynda með Easy Jet yfir til Manchester og beið þar í fjóra tíma og þaðan áfram suður eftir,“ segir Svali en fyrir flugtak varð hann að fylla út rafrænt eyðublað til að sýna fram að á að hann sé heilsuhraustur og gefa upp allar upplýsingar svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann segir að á Tenerife sé ekkert útgöngubann. „Allar Kanaríeyjarnar eru undanskildar útgöngubanni sem er á Spáni núna og það er ákveðin yfirlýst stefna að þeir ætli að reyna halda því þannig á Kanaríeyjunum eins og hægt er. Það er erfitt að segja hvað verður. Það er allt opið hér en sumir eru með lokað því það er ekki það mikill fjöldi hérna. En þú getur farið í bæinn og farið á veitingastaði og svona. Vorum einmitt að tala um það í gær að maður hefur sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Svali hefur verið farastjóri á eyjunni og gekk það vel fram að heimsfaraldri. Svali reif alla fjölskylduna út á sínum tíma en þau urðu að flytja aftur heim í vor vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Ég er alsæll í sólinni. Ekki ský á lofti og 24 gráður hér að morgni,“ segir Svali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Tenerife datt út sem ferðamannastaður er þessi sóttkví sem allir þurfa að fara í. Nú voru bæði Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar að gefa út að ef fólk fer til Kanaríeyja þá þarf það ekki í sóttkví þegar það kemur heim af því að eyjarnar eru með svo lágt smithlutfall. Hér er það um 22 á hverja hundrað og þar af leiðandi ekki hættusvæði,“ segir Svali en ferðamenn sem mæta til Tenerife þurfa að fara í skimun eftir 5. nóvember. „Núna vilja þeir að Bretar sýni fram á það að þeir séu ósmitaðir þegar þeir koma en það á ekki við um Íslendinga,“ segir Svali og bætir við að það hafi ekki verið svo mikið mál að koma sér yfir til Tenerife frá Íslandi. „Þú getur flogið yfir til Bretlands frá Íslandi með nokkrum flugfélögum. Ég fór til að mynda með Easy Jet yfir til Manchester og beið þar í fjóra tíma og þaðan áfram suður eftir,“ segir Svali en fyrir flugtak varð hann að fylla út rafrænt eyðublað til að sýna fram að á að hann sé heilsuhraustur og gefa upp allar upplýsingar svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann segir að á Tenerife sé ekkert útgöngubann. „Allar Kanaríeyjarnar eru undanskildar útgöngubanni sem er á Spáni núna og það er ákveðin yfirlýst stefna að þeir ætli að reyna halda því þannig á Kanaríeyjunum eins og hægt er. Það er erfitt að segja hvað verður. Það er allt opið hér en sumir eru með lokað því það er ekki það mikill fjöldi hérna. En þú getur farið í bæinn og farið á veitingastaði og svona. Vorum einmitt að tala um það í gær að maður hefur sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira