„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að almenningur þurfi að draga sig dálítið inn í skel næstu tvær vikur svo hægt sé að ná kórónuveirusmitum innanlands niður. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira