Forsetaframbjóðandi hjá Barcelona vill fá Guardiola aftur til baka til félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 07:30 Pep Guardiola og Lionel Messi upplifðu frábæra tíma saman hjá Barcelona á sínum tíma. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font. Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font.
Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira