Vardy náði Ryan Giggs í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 11:01 Jamie Vardy fagnar sigurmarki Leicester á móti Arsenal í gær. EPA-EFE/Catherine Ivill Jamie Vardy byrjaði kannski á bekknum í 1-0 sigri Leicester á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var hann sem réði á endanum úrslitum í leiknum. Vardy skallaði boltann inn á 80. mínútu leiksins og þetta eina skot Leicester í leiknum var nóg til að landa öllum þremur stigunum. „Hugmyndin var alltaf að setja Jamie inn. Hann er ógnar mikið og kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er heimsklassa framherji,“ sagði Brendan Rodgers við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og við hefðum vilja láta hann byrja leikinn en hann hefur verið frá vegna kálfameiðsla og við urðum að passa upp á hann. Planið var að vera enn inn í leiknum og láta hann spila síðasta hálftímann. Hann lítur út fyrir að vera að fara að skora í hverjum leik,“ sagði Rodgers. Jamie Vardy just loves playing Arsenal doesn t he? Premier League goal number 109, level with Ryan Giggs. pic.twitter.com/s5PPsMVK9w— Betfair (@Betfair) October 25, 2020 Þetta var fyrsti sigur Leicester á Arsenal í 47 ár en þrátt fyrir það hefur Jamie Vardy náð að skora 11 mörk í 12 deildarleikjum á móti Arsenal. Nú loksins dugði mark frá honum til sigurs. Nú er það bara Wayne Rooney sem hefur skorað oftar hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Vardy hélt áfram að raða inn mörkunum á móti risunum en hann er nú kominn með 26 mörk í 36 leikjum á móri Arsenal (12/11), Manchester City (13/8) og Liverpool (11/7) og hefur svo sannarlega verið maður stóru leikjanna. Jamie Vardy skoraði þarna sitt 109. mark í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp fyrir Peter Crouch og upp að hlið Ryan Giggs. Giggs spilaði auðvitað aftar á vellinum en Vardy. Vardy spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni ekki fyrr en hann var 25 ára gamall. Jamie Vardy scores against Arsenal for the 11th time in 12 games pic.twitter.com/7E8RJkx17I— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Jamie Vardy hjálpaði Leicester vissulega að vinna enska meistaratitilinn á sínum tíma en hann hefur gjörsamlega blómstrað síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu. Það var í febrúar 2019 og síðan hefur Vardy skorað 39 mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hinir leikmenn Leicester hafa skorað samanlagt 57 mörk á þessum tíma. Vardy var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 23 mörk og hefur síðan skorað á 64 mínútna fresti í deildinni á núverandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Jamie Vardy byrjaði kannski á bekknum í 1-0 sigri Leicester á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var hann sem réði á endanum úrslitum í leiknum. Vardy skallaði boltann inn á 80. mínútu leiksins og þetta eina skot Leicester í leiknum var nóg til að landa öllum þremur stigunum. „Hugmyndin var alltaf að setja Jamie inn. Hann er ógnar mikið og kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er heimsklassa framherji,“ sagði Brendan Rodgers við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og við hefðum vilja láta hann byrja leikinn en hann hefur verið frá vegna kálfameiðsla og við urðum að passa upp á hann. Planið var að vera enn inn í leiknum og láta hann spila síðasta hálftímann. Hann lítur út fyrir að vera að fara að skora í hverjum leik,“ sagði Rodgers. Jamie Vardy just loves playing Arsenal doesn t he? Premier League goal number 109, level with Ryan Giggs. pic.twitter.com/s5PPsMVK9w— Betfair (@Betfair) October 25, 2020 Þetta var fyrsti sigur Leicester á Arsenal í 47 ár en þrátt fyrir það hefur Jamie Vardy náð að skora 11 mörk í 12 deildarleikjum á móti Arsenal. Nú loksins dugði mark frá honum til sigurs. Nú er það bara Wayne Rooney sem hefur skorað oftar hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Vardy hélt áfram að raða inn mörkunum á móti risunum en hann er nú kominn með 26 mörk í 36 leikjum á móri Arsenal (12/11), Manchester City (13/8) og Liverpool (11/7) og hefur svo sannarlega verið maður stóru leikjanna. Jamie Vardy skoraði þarna sitt 109. mark í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp fyrir Peter Crouch og upp að hlið Ryan Giggs. Giggs spilaði auðvitað aftar á vellinum en Vardy. Vardy spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni ekki fyrr en hann var 25 ára gamall. Jamie Vardy scores against Arsenal for the 11th time in 12 games pic.twitter.com/7E8RJkx17I— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Jamie Vardy hjálpaði Leicester vissulega að vinna enska meistaratitilinn á sínum tíma en hann hefur gjörsamlega blómstrað síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu. Það var í febrúar 2019 og síðan hefur Vardy skorað 39 mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hinir leikmenn Leicester hafa skorað samanlagt 57 mörk á þessum tíma. Vardy var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 23 mörk og hefur síðan skorað á 64 mínútna fresti í deildinni á núverandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira