Katrín hefur ferðast til rúmlega 220 landa og ætlar að klára rest Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 13:31 Katrín Sif Einarsdóttir ætlar sér til allra landa í heiminum. Katrín Sif Einarsdóttir er væntanlega víðförlasti Íslendingurinn og hefur hún ferðast til 220 landa. Hún ætlar sér að klára þau 25 sem eftir eru. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Núna er ég á Íslandi og er í sóttkví,“ segir Katrín og hlær. „Ég var að koma frá Eistlandi og var þar með kokkaliði sem var að keppa í kokkakeppni. Ég fékk að koma með sem svona stuðningsmaður númer eitt.“ Samkvæmt formlegum skráningum eru bara til 195 lönd í heiminum en það er skilgreiningaratriði og eru þau í raun fleiri. „Ég stefni á að fara til um 25 landa til viðbótar. Ég er dugleg að ferðast bara með bakpoka og tjalda jafnvel sum staðar. Ég er ekki að eyða miklum peningi í gistingu og oft ferðast ég á milli landa með rútu eða fer bara á puttanum.“ Hún segir að það sé alltaf ódýrara að vera erlendis en á Íslandi. Þúsund krónur á dag „Matskostnaðurinn og smáhlutir, þetta fer svo hratt upp heima en úti get ég alveg lifað á þúsund krónum á dag fyrir þrjár máltíðir.“ Hún segist alveg hafa lent í einhverri hættu á þessum mikla ferðalagi um heiminn. „Það getur verið hættulegt að vera alls staðar og það hefur aldrei stoppað mig. Það sem stoppar mig er bara einfaldlega að komast á staðinn. Ég hef t.d. komið til Norður-Kóreu og það er ekki erfitt að komast þangað. Það var samt pínu ógnvekjandi til að byrja með að vera þar en svo þegar maður var búin að átta sig var þetta ekkert mál og ég var líklega öruggasta konan í landinu, því það eru allir að fylgjast með þér og horfa á þig og því getur ekkert gerst fyrir þig,“ segir Katrín sem hefur farið til hættulegustu landa heims. „Það er alltaf hægt að finna staði í þessum löndum sem eru ekkert hættulegir og ég hef mikið til verið upp í sveit t.d. í Afganistan,“ segir Katrín sem hefur meðal annars komið til Sádí-Arabíu, Súdan, Nígeríu, Sómalíu og fleiri landa. Hennar uppáhalds land er einfaldlega Ísland en hún er einnig mjög hrifin af Argentínu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Katrínu. Ferðalög Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Katrín Sif Einarsdóttir er væntanlega víðförlasti Íslendingurinn og hefur hún ferðast til 220 landa. Hún ætlar sér að klára þau 25 sem eftir eru. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Núna er ég á Íslandi og er í sóttkví,“ segir Katrín og hlær. „Ég var að koma frá Eistlandi og var þar með kokkaliði sem var að keppa í kokkakeppni. Ég fékk að koma með sem svona stuðningsmaður númer eitt.“ Samkvæmt formlegum skráningum eru bara til 195 lönd í heiminum en það er skilgreiningaratriði og eru þau í raun fleiri. „Ég stefni á að fara til um 25 landa til viðbótar. Ég er dugleg að ferðast bara með bakpoka og tjalda jafnvel sum staðar. Ég er ekki að eyða miklum peningi í gistingu og oft ferðast ég á milli landa með rútu eða fer bara á puttanum.“ Hún segir að það sé alltaf ódýrara að vera erlendis en á Íslandi. Þúsund krónur á dag „Matskostnaðurinn og smáhlutir, þetta fer svo hratt upp heima en úti get ég alveg lifað á þúsund krónum á dag fyrir þrjár máltíðir.“ Hún segist alveg hafa lent í einhverri hættu á þessum mikla ferðalagi um heiminn. „Það getur verið hættulegt að vera alls staðar og það hefur aldrei stoppað mig. Það sem stoppar mig er bara einfaldlega að komast á staðinn. Ég hef t.d. komið til Norður-Kóreu og það er ekki erfitt að komast þangað. Það var samt pínu ógnvekjandi til að byrja með að vera þar en svo þegar maður var búin að átta sig var þetta ekkert mál og ég var líklega öruggasta konan í landinu, því það eru allir að fylgjast með þér og horfa á þig og því getur ekkert gerst fyrir þig,“ segir Katrín sem hefur farið til hættulegustu landa heims. „Það er alltaf hægt að finna staði í þessum löndum sem eru ekkert hættulegir og ég hef mikið til verið upp í sveit t.d. í Afganistan,“ segir Katrín sem hefur meðal annars komið til Sádí-Arabíu, Súdan, Nígeríu, Sómalíu og fleiri landa. Hennar uppáhalds land er einfaldlega Ísland en hún er einnig mjög hrifin af Argentínu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Katrínu.
Ferðalög Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“