Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 14:22 Um tíu þúsund mótmælendur komu saman á götum Bangkok í dag. AP/Sakchai Lalit Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. Stuðningsmenn konungsins saka mótmælendur um að vilja fella niður konungsembættið. Leiðtogar mótmælanna neita því en segjast vilja draga úr völdum konungsins. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Um tíu þúsund mótmælendur eru sagðir hafa komið saman á götum Bangkok, þrátt fyrir að búið hafi verið að lýsa yfir neyðarástandi. VIDEO: Thai police use water cannon against protesters and clash in central Bangkok, as the pro-democracy activists defy an emergency decree banning gatherings for a second night running pic.twitter.com/Pl0ZGJ6zHQ— AFP news agency (@AFP) October 16, 2020 Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa tveir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir ógna öryggi drottningar landsins og gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þær ákærur eiga rætur sínar að rekja í atviki á miðvikudaginn þegar mótmælendur þyrptust að bílalest konungs fyrr í dag þar sem drottningin var. Atvikið þykir hneykslandi í Taílandi þar sem konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar. Mótmæli sem þessi eru mjög óhefðbundin. Prayuth var herforingi og leiddi valdarán árið 2014 sem velti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn úr sessi. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja mótmælendur að herinn hafi haldið völdum sínum í þingkosningum í fyrra með því að breyta lögunum sér í vil. Stjórnarandstaðan var í raun leyst upp. Sjá einnig: Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Mótmælendur hafa einnig gagnrýnt konungsembættið harðlega fyrir það hvað Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur varið miklum tíma utan landamæra landsins. Hann hefur varið sérstaklega miklum tíma í Þýskalandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir sína stjórn. Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. Stuðningsmenn konungsins saka mótmælendur um að vilja fella niður konungsembættið. Leiðtogar mótmælanna neita því en segjast vilja draga úr völdum konungsins. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Um tíu þúsund mótmælendur eru sagðir hafa komið saman á götum Bangkok, þrátt fyrir að búið hafi verið að lýsa yfir neyðarástandi. VIDEO: Thai police use water cannon against protesters and clash in central Bangkok, as the pro-democracy activists defy an emergency decree banning gatherings for a second night running pic.twitter.com/Pl0ZGJ6zHQ— AFP news agency (@AFP) October 16, 2020 Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa tveir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir ógna öryggi drottningar landsins og gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þær ákærur eiga rætur sínar að rekja í atviki á miðvikudaginn þegar mótmælendur þyrptust að bílalest konungs fyrr í dag þar sem drottningin var. Atvikið þykir hneykslandi í Taílandi þar sem konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar. Mótmæli sem þessi eru mjög óhefðbundin. Prayuth var herforingi og leiddi valdarán árið 2014 sem velti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn úr sessi. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja mótmælendur að herinn hafi haldið völdum sínum í þingkosningum í fyrra með því að breyta lögunum sér í vil. Stjórnarandstaðan var í raun leyst upp. Sjá einnig: Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Mótmælendur hafa einnig gagnrýnt konungsembættið harðlega fyrir það hvað Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur varið miklum tíma utan landamæra landsins. Hann hefur varið sérstaklega miklum tíma í Þýskalandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir sína stjórn.
Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35