Gísli Þorgeir með gleðifréttir: Ég finn ekki fyrir neinu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 17:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með SC Magdeburg á móti Bergischer HC í þýsku deildinni á dögunum. Getty/Ronny Hartmann Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni. Þýski handboltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Sjá meira
Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni.
Þýski handboltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Sjá meira