Einn langlífasti útvarpsþáttur Íslandssögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 11:31 Þáttastjórnendur á góðri stundu í hljóðveri X-ins 977 við Suðurlandsbraut. Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud. Tónlist PartyZone Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud.
Tónlist PartyZone Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira