Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. október 2020 07:00 Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins, afhenti Þorsteini Guðjónssyni fyrsta Honda e bílinn. Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda e er fyrsti bíll Honda sem er eingöngu knúinn rafmagni og hefur bíllinn fengið lof frá bílablaðamönnum og fagólki fyrir einstaka hönnun, tækni og aksturseiginleika. Fyrsti Honda e bíllinn var afhentur á dögunum en eigandi hans er Þorsteinn Guðjónsson. „Hann hefur beðið eftir bílnum af mikilli þolinmæði og tilhlökkun en að hans eigin sögn var hann farinn að telja niður klukkutímana fram að afhendingu bílsins,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins hjá Öskju. „Honda e hefur fengið mjög mikla athygli hjá okkur fyrstu dagana hér í sýningarsalnum okkar á Krókhálsi. Bíllinn hentar mjög vel fyrir þarfir okkar í daglegu amstri borgarlífsins þar sem hann er einstaklega lipur, búinn allt að 8 myndavélum og getur jafnvel lagt sjálfur í bílastæði. Staðalbúnaður bílsins er einstaklega ríkulegur og er hann búinn varmadælu sem kemur sér einstaklega vel á köldum morgnum vetrarins sem nú fer í hönd,“ segir Hlynur. Vistvænir bílar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda e er fyrsti bíll Honda sem er eingöngu knúinn rafmagni og hefur bíllinn fengið lof frá bílablaðamönnum og fagólki fyrir einstaka hönnun, tækni og aksturseiginleika. Fyrsti Honda e bíllinn var afhentur á dögunum en eigandi hans er Þorsteinn Guðjónsson. „Hann hefur beðið eftir bílnum af mikilli þolinmæði og tilhlökkun en að hans eigin sögn var hann farinn að telja niður klukkutímana fram að afhendingu bílsins,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda umboðsins hjá Öskju. „Honda e hefur fengið mjög mikla athygli hjá okkur fyrstu dagana hér í sýningarsalnum okkar á Krókhálsi. Bíllinn hentar mjög vel fyrir þarfir okkar í daglegu amstri borgarlífsins þar sem hann er einstaklega lipur, búinn allt að 8 myndavélum og getur jafnvel lagt sjálfur í bílastæði. Staðalbúnaður bílsins er einstaklega ríkulegur og er hann búinn varmadælu sem kemur sér einstaklega vel á köldum morgnum vetrarins sem nú fer í hönd,“ segir Hlynur.
Vistvænir bílar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira