Koeman: Suarez hefði getað valið að vera áfram Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. október 2020 07:01 Luis Suarez. vísir/Getty Ronald Koeman, stjóri Barcelona, tekur fyrir að hann hafi neytt Luis Suarez til að yfirgefa félagið í sumar en úrugvæski markahrókurinn gekk í raðir Atletico Madrid eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki í framtíðaráformum Barcelona. „Ég gerði Suarez það ljóst að það hefði verið mjög erfitt fyrir hann að fá að spila en það voru engin vandamál í okkar samskiptum,“ segir Koeman sem tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona og eitt af hans fyrstu verkum var að ræða við Suarez. „Hann æfði eðlilega og æfði vel. Hann ákvað að lokum að fara en ég sagði við hann: Ef þú ferð ekki þá verður þú einn af hópnum og þá getur þú sannað að ég hafði rangt fyrir mér. Hann hefði getað verið hér áfram,“ segir Koeman. „Mér líkar við Suarez en félaginu fannst kominn tími á endurnýjun og það sést á liðinu. Ansu Fati er að spila, hann er 17 ára gamall. Við erum með Pedri, 17 ára og hann mun fá tækifæri. Ronald Araujo er í sömu stöðu, 21 árs. Trincao er 20 ára og mun líka fá tækifæri. Við keyptum Sergino Dest sem er 19 ára. Þetta eru allt leikmenn framtíðarinnar,“ segir Koeman. Aðalstjarna Barcelona, Lionel Messi, fór ekki leynt með skoðun sína á ákvörðun félagsins vegna Suarez en þeim var vel til vina og skilur Koeman vel að Messi hafi verið ósáttur með framgöngu Barcelona. „Þegar þú hefur deilt klefa með einhverjum og fjölskyldur ykkar tengjast vinaböndum þá eru þessi viðbrögð eðlileg. Ég sagði við Messi að ég skildi það að hann væri vonsvikinn og það væri synd að Suarez væri að fara en þetta er ákvörðun félagsins,“ segir Koeman. Suarez var fljótur að stimpla sig inn hjá Atletico en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið. Spænski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, tekur fyrir að hann hafi neytt Luis Suarez til að yfirgefa félagið í sumar en úrugvæski markahrókurinn gekk í raðir Atletico Madrid eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki í framtíðaráformum Barcelona. „Ég gerði Suarez það ljóst að það hefði verið mjög erfitt fyrir hann að fá að spila en það voru engin vandamál í okkar samskiptum,“ segir Koeman sem tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona og eitt af hans fyrstu verkum var að ræða við Suarez. „Hann æfði eðlilega og æfði vel. Hann ákvað að lokum að fara en ég sagði við hann: Ef þú ferð ekki þá verður þú einn af hópnum og þá getur þú sannað að ég hafði rangt fyrir mér. Hann hefði getað verið hér áfram,“ segir Koeman. „Mér líkar við Suarez en félaginu fannst kominn tími á endurnýjun og það sést á liðinu. Ansu Fati er að spila, hann er 17 ára gamall. Við erum með Pedri, 17 ára og hann mun fá tækifæri. Ronald Araujo er í sömu stöðu, 21 árs. Trincao er 20 ára og mun líka fá tækifæri. Við keyptum Sergino Dest sem er 19 ára. Þetta eru allt leikmenn framtíðarinnar,“ segir Koeman. Aðalstjarna Barcelona, Lionel Messi, fór ekki leynt með skoðun sína á ákvörðun félagsins vegna Suarez en þeim var vel til vina og skilur Koeman vel að Messi hafi verið ósáttur með framgöngu Barcelona. „Þegar þú hefur deilt klefa með einhverjum og fjölskyldur ykkar tengjast vinaböndum þá eru þessi viðbrögð eðlileg. Ég sagði við Messi að ég skildi það að hann væri vonsvikinn og það væri synd að Suarez væri að fara en þetta er ákvörðun félagsins,“ segir Koeman. Suarez var fljótur að stimpla sig inn hjá Atletico en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið.
Spænski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira