97 greindust smitaðir innanlands í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 10:41 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær. Vísir/Vilhelm 97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira