Aldrei aftur Baldur Borgþórsson skrifar 7. október 2020 13:01 Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Þá ekki síst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarnarlaga þar sem þúsundum heimila er meinað að afla sér tekna og þar með lífsviðurværis. Hjá sumum er tekjufallið verulegt hjá öðrum algjört. Deila má um þá aðferðafræði og úrræði sem notuð hafa verið í baráttunni við veiruna hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Athygli vekur þó að það land sem lengst hefur gengið í skerðingu frelsis borgara sinna, Spánn, er jafnframt það land sem er með hæsta nýgengni smita í Evrópu. Langhæsta. Slík staðreynd hlýtur að vekja spurningar. En veltum okkur ekki upp úr vandanum skoðum frekar lausnir: Hvað er til ráða? Eigum við aftur að horfa upp á þúsundir fjölskyldna missa heimili sín að ósekju? Svarið er Nei. Þegar svona er komið þarf að hugsa út fyrir kassann og finna lausnir. Ríkisstjórnin getur með fulltingi Alþingis komið til bjargar. Gera mætti lánastofnunum skylt að frysta lán og skuldbindingar þeirra sem hafa misst getuna til að standa undir slíku vegna þeirra aðstæðna/aðgerða sem áður eru nefndar. Frysting felur í sér að engir vextir safnast, enginn kostnaður. Lán og skuldbindingar halda krónutölu sinni. Viðkomandi lánastofnanir fá á móti núll vexti hjá SÍ fyrir samsvarandi upphæð og fryst er. Sömu aðferðafræði mætti síðan beita víðar. Sveitafélög geta sem dæmi boðið upp á frystingu fasteignagjalda með sama hætti svo eitthvað sé nefnt. Sömu aðferðafræði væri jafnframt beitt vegna þeirra sem eru á leigumarkaði. Enginn á að missa heimili sitt vegna aðstæðna og aðgerða sem þeir hafa ekkert með að gera og engar varnir gegn. Allt skal gert til að hindra slíkar hörmungar. Undirritaður gefur sig ekki út fyrir að vera sérmenntaður í fjármálafræðum en hefur þó fullvissu fyrir því að aðgerðir sem þessar eru sannarlega framkvæmanlegar. Allt sem þarf er vilji. Eitt er ljóst. Ekkert okkar vill horfa upp á fólk og fjölskyldur missa heimili sín og býli aftur. Aldrei aftur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Þá ekki síst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarnarlaga þar sem þúsundum heimila er meinað að afla sér tekna og þar með lífsviðurværis. Hjá sumum er tekjufallið verulegt hjá öðrum algjört. Deila má um þá aðferðafræði og úrræði sem notuð hafa verið í baráttunni við veiruna hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Athygli vekur þó að það land sem lengst hefur gengið í skerðingu frelsis borgara sinna, Spánn, er jafnframt það land sem er með hæsta nýgengni smita í Evrópu. Langhæsta. Slík staðreynd hlýtur að vekja spurningar. En veltum okkur ekki upp úr vandanum skoðum frekar lausnir: Hvað er til ráða? Eigum við aftur að horfa upp á þúsundir fjölskyldna missa heimili sín að ósekju? Svarið er Nei. Þegar svona er komið þarf að hugsa út fyrir kassann og finna lausnir. Ríkisstjórnin getur með fulltingi Alþingis komið til bjargar. Gera mætti lánastofnunum skylt að frysta lán og skuldbindingar þeirra sem hafa misst getuna til að standa undir slíku vegna þeirra aðstæðna/aðgerða sem áður eru nefndar. Frysting felur í sér að engir vextir safnast, enginn kostnaður. Lán og skuldbindingar halda krónutölu sinni. Viðkomandi lánastofnanir fá á móti núll vexti hjá SÍ fyrir samsvarandi upphæð og fryst er. Sömu aðferðafræði mætti síðan beita víðar. Sveitafélög geta sem dæmi boðið upp á frystingu fasteignagjalda með sama hætti svo eitthvað sé nefnt. Sömu aðferðafræði væri jafnframt beitt vegna þeirra sem eru á leigumarkaði. Enginn á að missa heimili sitt vegna aðstæðna og aðgerða sem þeir hafa ekkert með að gera og engar varnir gegn. Allt skal gert til að hindra slíkar hörmungar. Undirritaður gefur sig ekki út fyrir að vera sérmenntaður í fjármálafræðum en hefur þó fullvissu fyrir því að aðgerðir sem þessar eru sannarlega framkvæmanlegar. Allt sem þarf er vilji. Eitt er ljóst. Ekkert okkar vill horfa upp á fólk og fjölskyldur missa heimili sín og býli aftur. Aldrei aftur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun