Tökum ekki óþarfa áhættu með líkama okkar William Thomas Möller skrifar 6. október 2020 21:00 Þú getur verið heppin og fengið covid, smá flensu og jafnað þig á viku eða tveimur. Þú getur svo verið óheppinn og fengið covid og endað á spítala eða það sem er verra með eftirköst sem gætuð haldið þig frá vinnu svo mánuðum skiptir. Svo er það þriðji kosturinn og það er að þurfa að berjast fyrir lífinu og tefla við dauðann. Myndina tók ég nokkrum klukkustundum áður en læknarnir sögðu mér að ég þyrfti að taka þriðja kostinn. Fram að því hafði ég haldið að ég væri ungur, heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma og ef ég fengi veiruna þá myndi ég bara fá smá kvef og svo halda áfram með lífið. Ég lifði sem betur fer af, þökk sé frábæru starfsfólki landspítalans, fólki sem mun örugglega þurfa að díla við kulnun og útbrennslu í starfi eftir nokkur ár vegna álagsins núna. Sem mun svo valda skerðingu á aðgengi okkar að einni bestu heilsugæslu í heiminum. Ég er byrjaður að hlaupa aftur, hægt en ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á að koma líkamanum mínum í fyrra horf. En ég er samt ennþá að díla við afleiðingar veikinda minna. Líkaminn minnir mig stöðugt á að ég hafi verið með túbu niður í lungu og er ég stöðugt að kyngja eða fyllast hræðslu um að ná ekki andanum. Ég er búinn að vera að díla við ofsakvíða og streitu vegna ofsjóna og martraða sem ég upplifði á spítalanum. Sem betur fer hefur það farið minnkandi en þegar verst var þá var ég með stöðugan skjálfta í maganum, verki í brjóstunum, verki sem eru ennþá en fara sem betur fer minnkandi, ég er með doða í höndunum. Ég upplifi oft í viku að ég missi skin á raunveruleikanum og missi fókus á hlutum framan fyrir mig. Ég upplifi oft á viku að ég hugsa hvort ég hafi dáið og ég sé staddur í öðrum heimi. Ég upplifi oft þegar allir í kringum mig eru með grímur að ég haldi að ég sé dáinn. Ég byrjaði hjá sálfræðingi í dag og hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Sálrænum eftirköstum fer fækkandi með hverjum deginum en þetta hefur ekki verið auðvelt. En þetta verður auðvelt. Ég mun fljótlega hætta að láta þessi veikindi skilgreina mig og ná völdum á hausnum í mér aftur. Ég er að skrifa þetta sem einstaklingur sem telur sig hafa sloppið nokkuð vel með eftirköst miðað við það sem ég hef lesið eftir aðra. Með þessum pósti vil ég hvetja alla til að fara varlega. Þegar einhver talar um að þetta sé bara flensa sem þú hristir af þér þá er það bara einn af þremur möguleikum sem geta hennt þig og það er engin leið til að vita hvaða möguleikum þú verður fyrir. Þegar einhver segir að við eigum að leyfa unga fólkinu að verða veikt og ná hjarðofnæmi og þú ákveður að hætta við að fara varlega þá máttu hugsa um að þú gætir lennt í því að fá eftirköst sem gætu skert lífsgæði þín næstu 6-12 mánuði, jafnvel til frambúðar. Við vitum ekki ennþá langtíma áhrif veirunnar. Þegar einhver segir að það skerði frelsið þitt að þurfa að vera heima og sleppa nokkrum djömmum þá er það ekki rétt. Frelisskerðing er það sem forfeður okkar lifðu við, að hvern einasta dag voru þeir að berjast fyrir lífi sínu og þegar þeir komu heim til sín þá höfðu þeir enga afþreyingu og ekki einu sinni ljós í vistverum sínum. Förum varlega og hlustum á sóttvarnalækni, léttum undir með heilbrigðisstarfsfólkinu og sleppum því að taka óþarfa áhættu með líkama okkar sem kemur bara einnota. Kveðja, cóvitinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þú getur verið heppin og fengið covid, smá flensu og jafnað þig á viku eða tveimur. Þú getur svo verið óheppinn og fengið covid og endað á spítala eða það sem er verra með eftirköst sem gætuð haldið þig frá vinnu svo mánuðum skiptir. Svo er það þriðji kosturinn og það er að þurfa að berjast fyrir lífinu og tefla við dauðann. Myndina tók ég nokkrum klukkustundum áður en læknarnir sögðu mér að ég þyrfti að taka þriðja kostinn. Fram að því hafði ég haldið að ég væri ungur, heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma og ef ég fengi veiruna þá myndi ég bara fá smá kvef og svo halda áfram með lífið. Ég lifði sem betur fer af, þökk sé frábæru starfsfólki landspítalans, fólki sem mun örugglega þurfa að díla við kulnun og útbrennslu í starfi eftir nokkur ár vegna álagsins núna. Sem mun svo valda skerðingu á aðgengi okkar að einni bestu heilsugæslu í heiminum. Ég er byrjaður að hlaupa aftur, hægt en ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á að koma líkamanum mínum í fyrra horf. En ég er samt ennþá að díla við afleiðingar veikinda minna. Líkaminn minnir mig stöðugt á að ég hafi verið með túbu niður í lungu og er ég stöðugt að kyngja eða fyllast hræðslu um að ná ekki andanum. Ég er búinn að vera að díla við ofsakvíða og streitu vegna ofsjóna og martraða sem ég upplifði á spítalanum. Sem betur fer hefur það farið minnkandi en þegar verst var þá var ég með stöðugan skjálfta í maganum, verki í brjóstunum, verki sem eru ennþá en fara sem betur fer minnkandi, ég er með doða í höndunum. Ég upplifi oft í viku að ég missi skin á raunveruleikanum og missi fókus á hlutum framan fyrir mig. Ég upplifi oft á viku að ég hugsa hvort ég hafi dáið og ég sé staddur í öðrum heimi. Ég upplifi oft þegar allir í kringum mig eru með grímur að ég haldi að ég sé dáinn. Ég byrjaði hjá sálfræðingi í dag og hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Sálrænum eftirköstum fer fækkandi með hverjum deginum en þetta hefur ekki verið auðvelt. En þetta verður auðvelt. Ég mun fljótlega hætta að láta þessi veikindi skilgreina mig og ná völdum á hausnum í mér aftur. Ég er að skrifa þetta sem einstaklingur sem telur sig hafa sloppið nokkuð vel með eftirköst miðað við það sem ég hef lesið eftir aðra. Með þessum pósti vil ég hvetja alla til að fara varlega. Þegar einhver talar um að þetta sé bara flensa sem þú hristir af þér þá er það bara einn af þremur möguleikum sem geta hennt þig og það er engin leið til að vita hvaða möguleikum þú verður fyrir. Þegar einhver segir að við eigum að leyfa unga fólkinu að verða veikt og ná hjarðofnæmi og þú ákveður að hætta við að fara varlega þá máttu hugsa um að þú gætir lennt í því að fá eftirköst sem gætu skert lífsgæði þín næstu 6-12 mánuði, jafnvel til frambúðar. Við vitum ekki ennþá langtíma áhrif veirunnar. Þegar einhver segir að það skerði frelsið þitt að þurfa að vera heima og sleppa nokkrum djömmum þá er það ekki rétt. Frelisskerðing er það sem forfeður okkar lifðu við, að hvern einasta dag voru þeir að berjast fyrir lífi sínu og þegar þeir komu heim til sín þá höfðu þeir enga afþreyingu og ekki einu sinni ljós í vistverum sínum. Förum varlega og hlustum á sóttvarnalækni, léttum undir með heilbrigðisstarfsfólkinu og sleppum því að taka óþarfa áhættu með líkama okkar sem kemur bara einnota. Kveðja, cóvitinn.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar