Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2020 13:30 Fasteignamat eignarinnar er yfir 200 milljónir. Talið er að svona hús gæti selst á yfir þrjú hundruð milljónir. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði. Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði.
Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira