Blikakonur ekki unnið á Hlíðarenda í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 17:01 Agla María Albertsdóttir sækir á Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Vísir/Daníel Þór Ætli Blikarkonur að fara langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun þá þurfa þær að gera eitthvað sem þær hafa ekki náð í meira en fimm ár. Valur tekur á móti Breiðabliki á morgun í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deild kvenna í fótbolta en þetta eru tvö langefstu lið deildarinnar. Valur er með eins stigs forskot á Breiðablik en Blikarnir eiga einn leik inni á Val. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikunum hefur ekki gengið mjög vel á Hlíðarenda í Pepsi Max deildinni undanfarin sumar. Breiðabliksliðið er án sigurs í síðustu fjórum leikjum liðanna við rætur Öskjuhlíðar. Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Origo-vellinum í fyrra og þegar Blikarnir unnu Íslandsmeistaratitilinn fyrir tveimur árum þá töpuðu þær 3-2 á móti Val í lokaumferðinni. Valsliðið hefur unnið fyrri hálfleikina samtals 4-1 í þessum tveimur leikjum og komu öll fjögur mörk liðsins þá á fyrstu 36 mínútunum. Valur komst í 2-0 í fyrra en Blikar náðu að jafna metin. Fyrir tveimur árum þá komst Valsliðið í 3-0 en Blikar svöruðu þá líka með tveimur mörkum. Blikar unnu síðast á Valsvellinum 16. júní 2015 en Blikar unnu þá 6-0 stórsigur. Í liði Blika í þeim leik var einmitt Hallbera Guðný Gísladóttir sem er núna fyrirliði Valsliðsins. Síðustu deildarleikir kvennaliða Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. 2019: 2-2 jafntefli VALUR ÍSLANDSMEISTARI 2018: Valur vann 3-2 BREIÐABLIK ÍSLANDSMEISTARI 2017: Valur vann 2-0 2016: Valur vann 1-0 2015: Breiðablik vann 6-0 BREIÐABLIK ÍSLANDSMEISTARI 2014: Valur vann 3-1 2013: Valur vann 2-1 2012: Breiðablik vann 4-0 2011: Valur vann 3-1 2010: Valur vann 2-1 VALUR ÍSLANDSMEISTARI Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Ætli Blikarkonur að fara langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun þá þurfa þær að gera eitthvað sem þær hafa ekki náð í meira en fimm ár. Valur tekur á móti Breiðabliki á morgun í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deild kvenna í fótbolta en þetta eru tvö langefstu lið deildarinnar. Valur er með eins stigs forskot á Breiðablik en Blikarnir eiga einn leik inni á Val. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikunum hefur ekki gengið mjög vel á Hlíðarenda í Pepsi Max deildinni undanfarin sumar. Breiðabliksliðið er án sigurs í síðustu fjórum leikjum liðanna við rætur Öskjuhlíðar. Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Origo-vellinum í fyrra og þegar Blikarnir unnu Íslandsmeistaratitilinn fyrir tveimur árum þá töpuðu þær 3-2 á móti Val í lokaumferðinni. Valsliðið hefur unnið fyrri hálfleikina samtals 4-1 í þessum tveimur leikjum og komu öll fjögur mörk liðsins þá á fyrstu 36 mínútunum. Valur komst í 2-0 í fyrra en Blikar náðu að jafna metin. Fyrir tveimur árum þá komst Valsliðið í 3-0 en Blikar svöruðu þá líka með tveimur mörkum. Blikar unnu síðast á Valsvellinum 16. júní 2015 en Blikar unnu þá 6-0 stórsigur. Í liði Blika í þeim leik var einmitt Hallbera Guðný Gísladóttir sem er núna fyrirliði Valsliðsins. Síðustu deildarleikir kvennaliða Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. 2019: 2-2 jafntefli VALUR ÍSLANDSMEISTARI 2018: Valur vann 3-2 BREIÐABLIK ÍSLANDSMEISTARI 2017: Valur vann 2-0 2016: Valur vann 1-0 2015: Breiðablik vann 6-0 BREIÐABLIK ÍSLANDSMEISTARI 2014: Valur vann 3-1 2013: Valur vann 2-1 2012: Breiðablik vann 4-0 2011: Valur vann 3-1 2010: Valur vann 2-1 VALUR ÍSLANDSMEISTARI
Síðustu deildarleikir kvennaliða Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. 2019: 2-2 jafntefli VALUR ÍSLANDSMEISTARI 2018: Valur vann 3-2 BREIÐABLIK ÍSLANDSMEISTARI 2017: Valur vann 2-0 2016: Valur vann 1-0 2015: Breiðablik vann 6-0 BREIÐABLIK ÍSLANDSMEISTARI 2014: Valur vann 3-1 2013: Valur vann 2-1 2012: Breiðablik vann 4-0 2011: Valur vann 3-1 2010: Valur vann 2-1 VALUR ÍSLANDSMEISTARI
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00
Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30
Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30