Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2020 12:46 Ísland tapaði fyrir Englandi og Belgíu í síðustu landsleikjum, í Þjóðadeildinni, en var þá án margra fastamanna. Getty/Hafliði Breiðfjörð Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu var kynntur í dag. Textalýsinguna má sjá hér að neðan. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálfari gat valið sinn sterkasta hóp ef undan er skilinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem kom vel inn í liðið í síðustu landsleikjum að mati Hamréns en er meiddur. Þetta þýðir að Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Alfreð Finnbogason snúa allir aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum í september af ólíkum ástæðum. Valsarinn Birkir Már Sævarsson er í hópnum eftir langa fjarveru, eftir góða frammistöðu að undanförnu í Pepsi Max-deildinni. Ekki var pláss fyrir menn á borð við Jón Guðna Fjóluson og Emil Hallfreðsson sem vanalega hafa átt sæti í hópnum. Allir þrír leikirnir í þessari landsleikjatörn fara fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM fimmtudaginn 8. október. Sunnudaginn 11. október mætast Íslendingar og Danir í Þjóðadeildinni og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Belgíu í sömu keppni. Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári. Íslendingar eru án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli og 5-1 fyrir Belgíu í Brussel.
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu var kynntur í dag. Textalýsinguna má sjá hér að neðan. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálfari gat valið sinn sterkasta hóp ef undan er skilinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem kom vel inn í liðið í síðustu landsleikjum að mati Hamréns en er meiddur. Þetta þýðir að Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Alfreð Finnbogason snúa allir aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum í september af ólíkum ástæðum. Valsarinn Birkir Már Sævarsson er í hópnum eftir langa fjarveru, eftir góða frammistöðu að undanförnu í Pepsi Max-deildinni. Ekki var pláss fyrir menn á borð við Jón Guðna Fjóluson og Emil Hallfreðsson sem vanalega hafa átt sæti í hópnum. Allir þrír leikirnir í þessari landsleikjatörn fara fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM fimmtudaginn 8. október. Sunnudaginn 11. október mætast Íslendingar og Danir í Þjóðadeildinni og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Belgíu í sömu keppni. Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári. Íslendingar eru án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli og 5-1 fyrir Belgíu í Brussel.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira