Kewell vildi „ungan og graðan“ Sindra Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 07:30 Sindri Kristinn Ólafsson með boltann í höndunum í bikarleik gegn Breiðabliki í sumar. VÍSIR/VILHELM Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur hafnað tilboði enska D-deildarliðsins Oldham Athletic og ætlar að klára tímabilið með Keflavík. Þessu greindi Sindri frá í viðtali við Víkurfréttir þar sem hann segir ákvörðunina vissulega hafa verið erfiða. Eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hafi hann ákveðið að bíða að minnsta kosti með að fara í atvinnumennsku. Keflavík er efst í Lengjudeildinni, með eins stigs forskot á Leikni R. og Fram auk þess að eiga leik til góða. „Það má lítið misstíga sig og ég tel það mikilvægt fyrir félagið, þar sem það er búið að tjalda öllu til, að klára þetta,“ sagði Sindri við Víkurfréttir. Því sé hins vegar ekki að neita að það hafi hljómað spennandi að fara til Englands. Sindri fékk tilboðið í gær og þurfti að vera fljótur að ákveða sig. Virkilegur heiður að Kewell hafi þessa skoðun á manni „Þeir hafa verið að skoða mig eftir að þeir sögðu upp öðrum af markmönnum sínum og vildu fá mig inn í liðið,“ sagði Sindri sem leikið hefur 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21-landsliðið. Hann er 23 ára gamall. „Þetta var virkilega spennandi þar sem Harry Kewell, stjóri Oldham og fyrrverandi leikmaður Leeds og Liverpool, taldi mig vera einn af þessu ungu og gröðu leikmönnum sem gætu gert einhverja hluti. Það er virkilegur heiður að svona flott nafn eins og Harry skuli hafa þessa skoðun á manni.“ Ástralinn Harry Kewell lék með Leeds á árunum 1996-2003 og var svo hjá Liverpool í fimm ár, og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu. Hann tók við stjórn Oldham 1. ágúst síðastliðinn. Keflavík getur tekið eitt skref til viðbótar í átt að efstu deild með sigri á Leikni F. þegar liðin mætast kl. 15 á morgun. Keflavík á svo eftir leiki við Fram, Grindavík og Magna áður en leiktíðinni lýkur 17. október. Lengjudeildin Keflavík ÍF Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur hafnað tilboði enska D-deildarliðsins Oldham Athletic og ætlar að klára tímabilið með Keflavík. Þessu greindi Sindri frá í viðtali við Víkurfréttir þar sem hann segir ákvörðunina vissulega hafa verið erfiða. Eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hafi hann ákveðið að bíða að minnsta kosti með að fara í atvinnumennsku. Keflavík er efst í Lengjudeildinni, með eins stigs forskot á Leikni R. og Fram auk þess að eiga leik til góða. „Það má lítið misstíga sig og ég tel það mikilvægt fyrir félagið, þar sem það er búið að tjalda öllu til, að klára þetta,“ sagði Sindri við Víkurfréttir. Því sé hins vegar ekki að neita að það hafi hljómað spennandi að fara til Englands. Sindri fékk tilboðið í gær og þurfti að vera fljótur að ákveða sig. Virkilegur heiður að Kewell hafi þessa skoðun á manni „Þeir hafa verið að skoða mig eftir að þeir sögðu upp öðrum af markmönnum sínum og vildu fá mig inn í liðið,“ sagði Sindri sem leikið hefur 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21-landsliðið. Hann er 23 ára gamall. „Þetta var virkilega spennandi þar sem Harry Kewell, stjóri Oldham og fyrrverandi leikmaður Leeds og Liverpool, taldi mig vera einn af þessu ungu og gröðu leikmönnum sem gætu gert einhverja hluti. Það er virkilegur heiður að svona flott nafn eins og Harry skuli hafa þessa skoðun á manni.“ Ástralinn Harry Kewell lék með Leeds á árunum 1996-2003 og var svo hjá Liverpool í fimm ár, og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu. Hann tók við stjórn Oldham 1. ágúst síðastliðinn. Keflavík getur tekið eitt skref til viðbótar í átt að efstu deild með sigri á Leikni F. þegar liðin mætast kl. 15 á morgun. Keflavík á svo eftir leiki við Fram, Grindavík og Magna áður en leiktíðinni lýkur 17. október.
Lengjudeildin Keflavík ÍF Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira