Ragnar Örn: Held ég sé að verða of gamall Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 21:50 Ragnar Örn Bragason var sáttur með leik kvöldsins. Eyþór „Í fyrsta lagi er alltaf gaman að vinna og hrikalega mikilvægt að byrja vel. Við erum mjög ánægðir með það. Okkur er ekkert spáð frábæru gengi en við höfum heldur betur trú á okkur,“ sagði Ragnar Örn Bragason eftir góðan sigur Þórs í Þorlákshöfn á Haukum í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Í spá sem Íþróttadeild Vísis og Stöð 2 Sport birti fyrir tímabilið var Þórsurum spáð í 10.sæti í Dominos-deildinni sem þýðir áframhaldandi veru í deildinni en enga úrslitakeppni. Eru Þórsarar eitthvað að spá í þessum spám? „Nei, alls ekki. Ég heyri þetta bara frá vinnufélögunum sem eru að ræða þetta. Vonandi get ég hlegið að þeim í lok tímabilsins.“ Kári Jónsson, hinn frábæri leikmaður Hauka, olli Þórsurum miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá 21 stig en heimamenn náðu að loka betur á hann í þeim síðari þar sem hann bætti aðeins við sex stigum. „Við ætluðum að reyna að stoppa vinstri höndina á honum, hann er fáránlega góður þegar hann nær að komast þangað og mér fannst hann fá að gera það of oft í fyrri hálfleiknum.“ „Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, láta hann setja boltann á hægri og það skilaði því að hann skoraði mun færri stig í seinni hálfleiknum.“ Ragnar Örn skoraði tvö síðustu stig leiksins með glæsilegri troðslu í þann mund sem tíminn var að renna út. Það hlýtur að vera gaman að geta sett punktinn yfir i-ið á þann hátt í fyrstu umferðinni? „Jú, heldur betur. Fyrir utan að ég fékk smá tak í kálfann þannig að ég held að ég sé að verða of gamall. Það var samt mjög ljúft að enda leikinn svona,“ sagði Ragnar Örn kampakátur að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
„Í fyrsta lagi er alltaf gaman að vinna og hrikalega mikilvægt að byrja vel. Við erum mjög ánægðir með það. Okkur er ekkert spáð frábæru gengi en við höfum heldur betur trú á okkur,“ sagði Ragnar Örn Bragason eftir góðan sigur Þórs í Þorlákshöfn á Haukum í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Í spá sem Íþróttadeild Vísis og Stöð 2 Sport birti fyrir tímabilið var Þórsurum spáð í 10.sæti í Dominos-deildinni sem þýðir áframhaldandi veru í deildinni en enga úrslitakeppni. Eru Þórsarar eitthvað að spá í þessum spám? „Nei, alls ekki. Ég heyri þetta bara frá vinnufélögunum sem eru að ræða þetta. Vonandi get ég hlegið að þeim í lok tímabilsins.“ Kári Jónsson, hinn frábæri leikmaður Hauka, olli Þórsurum miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá 21 stig en heimamenn náðu að loka betur á hann í þeim síðari þar sem hann bætti aðeins við sex stigum. „Við ætluðum að reyna að stoppa vinstri höndina á honum, hann er fáránlega góður þegar hann nær að komast þangað og mér fannst hann fá að gera það of oft í fyrri hálfleiknum.“ „Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, láta hann setja boltann á hægri og það skilaði því að hann skoraði mun færri stig í seinni hálfleiknum.“ Ragnar Örn skoraði tvö síðustu stig leiksins með glæsilegri troðslu í þann mund sem tíminn var að renna út. Það hlýtur að vera gaman að geta sett punktinn yfir i-ið á þann hátt í fyrstu umferðinni? „Jú, heldur betur. Fyrir utan að ég fékk smá tak í kálfann þannig að ég held að ég sé að verða of gamall. Það var samt mjög ljúft að enda leikinn svona,“ sagði Ragnar Örn kampakátur að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05